Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 14:08 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira