Úr buffi í klút Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:01 Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun