Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 12:05 Hildur Björnsdóttir segir l´jost að ekkert hafi batnað í rekstri borgarinnar með nýjum borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna. Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt tillögu um að borgin tæki lán frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra, sem gerir um fimmtán milljarða króna. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lagt fram bókun og óskað eftir upplýsingum um ástæðu lántöku frá Þróunarbankanum, fremur en innlendrar lántöku. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. Sjá á vef Reykjavíkurborgar. Í gær var svo greint frá því að rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar hefði verið neikvæð um 3.292 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það væri 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Hildur Björnsdóttir gerði þetta að umtalsefni á Feisbúkksíðu sinni í dag, þar sem hún sagði að ljóst væri að nýjum borgarstjóra fylgdi ekki bættur rekstur. „Digurbarkalegar yfirlýsingar um jákvæðan viðsnúning í rekstri borgarinnar þetta árið voru orðin tóm. Þær yfirlýsingar gerðu ráð fyrir því að Perlan yrði seld fyrir tæpa 4 milljarða. Ekkert bendir til þess að því markmiði verði náð,“ sagði Hildur. „Það er sama hvort litið er til leikskólamála, skólamála, húsnæðismála eða samgöngumála - svo ég tali nú ekki um fjármál borgarinnar - ekkert hefur breyst til batnaðar,“ sagði Hildur, en hún heldur að kominn sé tími á breytingar.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Perlunni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira