Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2024 20:46 Jóhanna Gunnhildur Stefánsdóttir, servíettusafnari með meiru í Hafnarfirði, sem á um 90 þúsund servíettur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Þegar komið er inn til Jóhönnu Gunnhildar Stefánsdóttur á Herjólfsgötunni eru kassar út um allt fullir af servíettum og möppur inn í skápum, líka fullar af servíettum. „Þetta er svo skemmtilegt, það er svo gaman að skoða servíettur, raða þeim upp og horfa á þær og spá og speglúera í servíettum. Í gamla daga voru þær alltaf einfaldar en núna eru þær þriggja laga,” segir Jóhanna. En hvað finnst fólki í kringum þig að þú sért að safna svona mikið af servíettum? „Það segir óskup lítið við þessu, börnin mín kvarta stundum yfir því hvað þau eigi að gera við þetta þegar þau taka við þessu þegar ég fer frá, þau kvarta stundum, en þau umbera þetta og þau vita vel að ég hef gaman af þessu og þetta er búið að vera mitt líf og yndi,” segir Jóhanna og hlær. Jóhanna hefur fengið mörg gömul servíettusöfn gefins í gegnum árin og hún hefur líka keypt mikið af servíettum frá útlöndum. „Já, já, ég tek við gömlum servíettum, bæði gömlum og nýjum,”segir hún. Servíettur frá því þegar Elísabet Bretadrottning var sett inn í sitt embætti eru í miklu uppáhaldi hjá Jóhönnu. „Það eru drottningarservíettur, svo breiddust þær út um allt Evrópu þessar servíettur.” Og Jóhanna hefur málað myndir á alla kassana þannig að hún viti nú örugglega hvað er í hverjum kassa. Og svo er hún fljót að flétta í kössunum og hún passar til dæmi upp á það að jólasveinar með bangsa séu í sér kassa. Jóhanna málar myndir á alla kassana þannig að hún viti nákvæmlega hvernig servéttur eru í hverjum kassa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá fara þeir í þennan kassa, þessi er með bangsa.” En Jóhanna segist ekki eiga neina eina uppáhalds servíettu í safninu. „Nei, en ég held mjög mikið upp á snjókarla, mjög mikið upp á Parísar servétturnar þar sem turnin er og ég held mjög mikið upp á Hollensku servétturnar, þær eru mjög fallegar og skemmtilegar,” segir Jóhanna og bætir strax við skellihlæjandi. „Það verða allir að gera einherjar vitleysu og eiga það bara út af fyrir sig sína vitleysu, ég hef mjög gaman af servíettum.” Safnið hennar Jóhönnu er einstaklega fallegt og vel um það hugsað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Grín og gaman Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“