Skotland er í riðli með Þýskalandi, Sviss og Ungverjalandi og eygir möguleika á því að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Þeir taka á heimamönnum í þýska landsliðinu í kvöld, þeir ætla sér að gera atlögu að því að verða heimsmeistarar og yrði það þá í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem heimaþjóð vinnur Evrópumótið í fótbolta.

Af myndum frá München að dæma er ljóst að mikil stemning ríkir í borginni nú þegar fyrir leiknum. Á vef BBC er sagt frá því knæpur séu að fylla á bjórbirgðir sínar sem gangi hratt á.
Fraser Morrison, stuðningsmaður skoska landsliðsins, gaf sig á tal við BBC. Hann hefur fylgt skoska landsliðinu yfir lengri tíma en segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður:
„Ég kom til München í gærkvöldi og þvílíki fjöldinn sem af Skotum sem voru að ferðast yfir til Munchen. Flugvöllurinn var troðfullur af stuðningsmönnum skoska landsliðsins. Svo þegar að ég kom hingað til München. Ég hef nú farið á marga leiki með skoska landsliðinu en aldrei séð neitt þessu líkt.“

Við leyfum myndunum, sem ljósmyndari Getty tók úr miðborg München að tala sínu máli. Það er alveg ljóst að stemningin á Allianz leikvanginum í kvöld, þar sem að Þjóðverjar taka á móti Skotum í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta, verður mögnuð.
