Bolaði þjálfaranum burt en framlengdi svo ekki samninginn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. júní 2024 19:14 Mats Hummels hafði ekki mikið álit á leikstíl Edin Terzic. Stuart Franklin/Getty Images Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð. Það kastaðist til milli Terzić og Hummels fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Hummels gagnrýndi þjálfarann fyrir lélegt leikskipulag í leikjum gegn Stuttgart og Bayer Leverkusen. „Ég var brjálaður því mér finnst Borussia Dortmund aldrei eiga að spila svona – sama gegn hvaða lið það er. Ég móðgaðist við að standa inni á vellinum með ellefu menn í teignum. Svo undirgefinn og minni máttar í leiknum.,“ sagði Hummels í samtali við Bild. Nuri Sahin tekur við liðinu, goðsögn hjá félaginu, var þar frá 2001-11 og aftur 2013-18. Ungur þjálfari aðeins 35 ára gamall. Var aðstoðarþjálfari ásamt Sven Bender við hlið Terzić frá áramótum.(Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Terzić vildi ekki ræða málið á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn á Wembley og sagðist vilja halda slíkum málum innanbúða. Dortmund tapaði leiknum 2-0 gegn Real Madrid og Hummels neitaði að framlengja samning sinn ef Terzic yrði áfram. Allt þar til í dag var talið öruggt að þjálfarinn yrði áfram og Hummels færi til Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu. Svo varð ekki, Terzić sagði af sér og ágreiningurinn við Hummels er talin ótvíræð ástæða þess. Hummels vann stríðið en ákvað svo sjálfur að fara, hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þetta er í annað sinn sem ágreiningur Hummels við þjálfara liðsins verður til þess að hann lætur af störfum. Lucian Favre var rekinn í desember 2020, einmitt eftir að Hummels gagnrýndi leikstíl liðsins í tapi gegn Stuttgart. Þýski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Það kastaðist til milli Terzić og Hummels fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Hummels gagnrýndi þjálfarann fyrir lélegt leikskipulag í leikjum gegn Stuttgart og Bayer Leverkusen. „Ég var brjálaður því mér finnst Borussia Dortmund aldrei eiga að spila svona – sama gegn hvaða lið það er. Ég móðgaðist við að standa inni á vellinum með ellefu menn í teignum. Svo undirgefinn og minni máttar í leiknum.,“ sagði Hummels í samtali við Bild. Nuri Sahin tekur við liðinu, goðsögn hjá félaginu, var þar frá 2001-11 og aftur 2013-18. Ungur þjálfari aðeins 35 ára gamall. Var aðstoðarþjálfari ásamt Sven Bender við hlið Terzić frá áramótum.(Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Terzić vildi ekki ræða málið á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn á Wembley og sagðist vilja halda slíkum málum innanbúða. Dortmund tapaði leiknum 2-0 gegn Real Madrid og Hummels neitaði að framlengja samning sinn ef Terzic yrði áfram. Allt þar til í dag var talið öruggt að þjálfarinn yrði áfram og Hummels færi til Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu. Svo varð ekki, Terzić sagði af sér og ágreiningurinn við Hummels er talin ótvíræð ástæða þess. Hummels vann stríðið en ákvað svo sjálfur að fara, hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þetta er í annað sinn sem ágreiningur Hummels við þjálfara liðsins verður til þess að hann lætur af störfum. Lucian Favre var rekinn í desember 2020, einmitt eftir að Hummels gagnrýndi leikstíl liðsins í tapi gegn Stuttgart.
Þýski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira