Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 16:54 Ólafur Stephensen segir aðgerðir matvæla- og dómsmálaráðherra ekki eiga heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. Vísir/vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira