„Ég væri ekkert án þeirra“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. júní 2024 07:01 Ofurhlauparinn Mari Järsk er viðmælandi í Einkalífinu. Hulda Margrét „Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna,“ segir ofurhlaupakonan Mari Järsk um einstaka vináttu sína við hóp kvenna sem fylgja henni í flestöll hlaup. Mari er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Mari: „Bestar í heimi“ Mari er líklega þekktasta hlaupakona landsins og sló nýverið Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu. Vinkonur hennar hafa verið órjúfanlegur hluti af hennar vegferð og fylgt henni í flest hlaup, hérlendis og erlendis. „Þær gerðu þetta svo ótrúlega fallega í bakgarðshlaupinu og voru að hvetja okkur öll áfram, ekkert bara mig,“ segir Mari og bætir við: „Nú fer ég að grenja að tala um þetta en þær eru bara bestar í heimi. Þetta er svo ekki bara ég, þetta eru alltaf þær. Ég þoli ekki þegar að fólk segir bara Mari er geggjuð. Það er ekkert þannig, ég væri ekkert án þeirra,“ segir Mari og þurrkar tárin. Hún segir að frá upphafi hlaupaferilsins hafi þetta fyrir henni alltaf snúist um að hafa vinkonur sínar með. „Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna. Þær mæta alltaf óumbeðið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Er ekki ein í þessu Í Bakgarðshlaupinu vildi Mari hafa hlutina eins lítið skipulagða og hægt var. Vinkona hennar kom frá Svíþjóð til að aðstoða hana og styðja og svo voru vinkonurnar mættar á brautina til að hvetja. „Ég held að í öllum hlaupum sem ég hef mætt í myndi ekkert sitja eftir ef þær væru ekki þarna. Það eru svo margir hlauparar sem hafa aldrei fengið að upplifa það sem ég hef fengið að upplifa og það er útaf þessum stóra flotta vinahópi sem ég er búin að ná í kringum mig. Ég ein í þessu er ekkert og ég vona svo sannarlega að myndin mín hafi sýnt það. Þær eru bara stór hluti af þessu,“ segir Mari en heimildarmynd um hana sem heitir sömuleiðis Mari sýnir meðal annars frá hlaupi í Þýskalandi þar sem vinkonurnar voru mættar að styðja við bakið á sinni konu. Mari er í sambúð með Nirði Lúðvíkssyni og er ástfangin upp fyrir haus. „Auðvitað breytist lífið þegar að maður eignast maka. Áður en Njöddi kemur inn í líf mitt þá er ég öll kvöld að senda á vinkonur mínar hvað er í matinn? Því mig langaði bara í heimilismat og ekki nennti ég að elda það handa sjálfri mér. En núna er maður í vinnunni, kemur heim eftir vinnu og þá er það maki manns. Ég reyni þó svo sannarlega að gera mitt besta til að gefa tíma fyrir vinkonar mínar. Ég sagði við Njödda að ástæðan fyrir því að ég þurfi svo mikla ást frá honum sé bara af því að ég hef upplifað svo mikla höfnun í lífinu. Og þegar að ég var ein í fimm ár þá fylltu vinkonur mínar svo mikið upp í það án þess að ég þyrfti að biðja um það. Þær voru bara til staðar, alltaf. Ég mætti í eitthvað helvítis hlaup og þær voru bara mættastar.“ Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Hafa fyllt upp í eitthvað sem hún hefur aldrei getað sjálf Fyrsta stærsta hlaup Mari var Hengill Ultra 100 mílur og er það henni mjög svo minnistætt. „Ég grenja ennþá við að horfa á þessi myndbönd, þær eru bara allar mætt í brekkuna að hvetja mig með soundboksið, grenjandi rigning úti, ég að hlaupa og þær að hvetja. Þetta hefði ekki verið gaman ef þær hefðu ekki verið þarna, þá hefði ég bara verið að rembast en ég var bara svo spennt að komast í næstu vatnsstöð að hitta þær. “ Þær hafa fyllt upp í eitthvað sem ég hef aldrei getað sjálf. Nú þarf Njöddi svolítið að fylla upp í það, greyið, segir Mari kímin og bætir við: „Lífið breytist auðvitað en þær fara samt ekkert, þær verða alltaf hluti af mínu lífi. Það er bara svo ómetanlegt.“ Matarlystin mikið betri eftir að hún hætti að reykja Mari var einhleyp í fimm ár og segir það hafa verið mikilvægan tíma. „Ég kem úr samböndum sem ég var ekki endilega sátt með og það gerði það af verkum að ég tók mér tíma og tók ákvörðun að ég ætlaði að vera viss um hvað ég vildi áður en ég færi í næsta samband. Ég gerði það svo sannarlega. Jú jú, ég var alveg að hitta einhverja en það var bara aldrei það sem mig langaði, ekki fyrr en ég kynntist Njödda. Ég vissi að ég vildi þennan heilbrigðan og fallegan mann sem er bara raunverulega til staðar. En þessi fimm ár eru ólýsanleg, þessar vinkonur mínar eru eitthvað annað og það kemur enginn í staðinn fyrir þær.“ Sömuleiðis hefur vinátta Mari og Tómasar Guðbjartssonar hjartalæknis verið einstök en hann hefur opinberlega hvatt hana til þess að hætta að reykja og kom hann meðal annars fyrir í heimildarmyndinni Mari. „Ég er búin að vera reyklaus síðan 14. janúar. Ákvörðunin var ógeðslega erfið að taka. Tómas lét mig ekki í friði, sem betur fer. Ég hefði ekki náð jafn langt í þessu hlaupi, það er staðreynd. Matarlystin er aldrei jafn góð þegar að maður reykir og það hjálpaði mér ótrúlega mikið í þessari keppni að ég hafi verið reyklaus og ég var dugleg að næra mig. Ég át bara endalaus og ég er óendanlega þakklát að Tómas hjartalæknir hafi endalaust ýtt á mig að taka þessa ákvörðun að gera þetta. Ég lít alls ekki til baka. Ég trúði ekki að þetta gæti verið svona góð ákvörðun. En guð minn góður, ég mun alltaf syrgja sígaretturnar.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Mari er ekki mikið fyrir framtíðarplön og segist vita vel hve ótrúlega óútreiknanlegt lífið geti verið. Aðspurð hvort hún hafi einhverja sýn fyrir framtíðina segir hún: „Ég vona innilega að ég muni geta gefið Njödda barn sem hann þráir að eignast og að við búum einhvers staðar ekki í Reykjavik. Ég er bara sveitabarn og ég á bara að vera uppí sveit, þar líður mér lang best.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari: „Bestar í heimi“ Mari er líklega þekktasta hlaupakona landsins og sló nýverið Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu. Vinkonur hennar hafa verið órjúfanlegur hluti af hennar vegferð og fylgt henni í flest hlaup, hérlendis og erlendis. „Þær gerðu þetta svo ótrúlega fallega í bakgarðshlaupinu og voru að hvetja okkur öll áfram, ekkert bara mig,“ segir Mari og bætir við: „Nú fer ég að grenja að tala um þetta en þær eru bara bestar í heimi. Þetta er svo ekki bara ég, þetta eru alltaf þær. Ég þoli ekki þegar að fólk segir bara Mari er geggjuð. Það er ekkert þannig, ég væri ekkert án þeirra,“ segir Mari og þurrkar tárin. Hún segir að frá upphafi hlaupaferilsins hafi þetta fyrir henni alltaf snúist um að hafa vinkonur sínar með. „Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna. Þær mæta alltaf óumbeðið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Er ekki ein í þessu Í Bakgarðshlaupinu vildi Mari hafa hlutina eins lítið skipulagða og hægt var. Vinkona hennar kom frá Svíþjóð til að aðstoða hana og styðja og svo voru vinkonurnar mættar á brautina til að hvetja. „Ég held að í öllum hlaupum sem ég hef mætt í myndi ekkert sitja eftir ef þær væru ekki þarna. Það eru svo margir hlauparar sem hafa aldrei fengið að upplifa það sem ég hef fengið að upplifa og það er útaf þessum stóra flotta vinahópi sem ég er búin að ná í kringum mig. Ég ein í þessu er ekkert og ég vona svo sannarlega að myndin mín hafi sýnt það. Þær eru bara stór hluti af þessu,“ segir Mari en heimildarmynd um hana sem heitir sömuleiðis Mari sýnir meðal annars frá hlaupi í Þýskalandi þar sem vinkonurnar voru mættar að styðja við bakið á sinni konu. Mari er í sambúð með Nirði Lúðvíkssyni og er ástfangin upp fyrir haus. „Auðvitað breytist lífið þegar að maður eignast maka. Áður en Njöddi kemur inn í líf mitt þá er ég öll kvöld að senda á vinkonur mínar hvað er í matinn? Því mig langaði bara í heimilismat og ekki nennti ég að elda það handa sjálfri mér. En núna er maður í vinnunni, kemur heim eftir vinnu og þá er það maki manns. Ég reyni þó svo sannarlega að gera mitt besta til að gefa tíma fyrir vinkonar mínar. Ég sagði við Njödda að ástæðan fyrir því að ég þurfi svo mikla ást frá honum sé bara af því að ég hef upplifað svo mikla höfnun í lífinu. Og þegar að ég var ein í fimm ár þá fylltu vinkonur mínar svo mikið upp í það án þess að ég þyrfti að biðja um það. Þær voru bara til staðar, alltaf. Ég mætti í eitthvað helvítis hlaup og þær voru bara mættastar.“ Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Hafa fyllt upp í eitthvað sem hún hefur aldrei getað sjálf Fyrsta stærsta hlaup Mari var Hengill Ultra 100 mílur og er það henni mjög svo minnistætt. „Ég grenja ennþá við að horfa á þessi myndbönd, þær eru bara allar mætt í brekkuna að hvetja mig með soundboksið, grenjandi rigning úti, ég að hlaupa og þær að hvetja. Þetta hefði ekki verið gaman ef þær hefðu ekki verið þarna, þá hefði ég bara verið að rembast en ég var bara svo spennt að komast í næstu vatnsstöð að hitta þær. “ Þær hafa fyllt upp í eitthvað sem ég hef aldrei getað sjálf. Nú þarf Njöddi svolítið að fylla upp í það, greyið, segir Mari kímin og bætir við: „Lífið breytist auðvitað en þær fara samt ekkert, þær verða alltaf hluti af mínu lífi. Það er bara svo ómetanlegt.“ Matarlystin mikið betri eftir að hún hætti að reykja Mari var einhleyp í fimm ár og segir það hafa verið mikilvægan tíma. „Ég kem úr samböndum sem ég var ekki endilega sátt með og það gerði það af verkum að ég tók mér tíma og tók ákvörðun að ég ætlaði að vera viss um hvað ég vildi áður en ég færi í næsta samband. Ég gerði það svo sannarlega. Jú jú, ég var alveg að hitta einhverja en það var bara aldrei það sem mig langaði, ekki fyrr en ég kynntist Njödda. Ég vissi að ég vildi þennan heilbrigðan og fallegan mann sem er bara raunverulega til staðar. En þessi fimm ár eru ólýsanleg, þessar vinkonur mínar eru eitthvað annað og það kemur enginn í staðinn fyrir þær.“ Sömuleiðis hefur vinátta Mari og Tómasar Guðbjartssonar hjartalæknis verið einstök en hann hefur opinberlega hvatt hana til þess að hætta að reykja og kom hann meðal annars fyrir í heimildarmyndinni Mari. „Ég er búin að vera reyklaus síðan 14. janúar. Ákvörðunin var ógeðslega erfið að taka. Tómas lét mig ekki í friði, sem betur fer. Ég hefði ekki náð jafn langt í þessu hlaupi, það er staðreynd. Matarlystin er aldrei jafn góð þegar að maður reykir og það hjálpaði mér ótrúlega mikið í þessari keppni að ég hafi verið reyklaus og ég var dugleg að næra mig. Ég át bara endalaus og ég er óendanlega þakklát að Tómas hjartalæknir hafi endalaust ýtt á mig að taka þessa ákvörðun að gera þetta. Ég lít alls ekki til baka. Ég trúði ekki að þetta gæti verið svona góð ákvörðun. En guð minn góður, ég mun alltaf syrgja sígaretturnar.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Mari er ekki mikið fyrir framtíðarplön og segist vita vel hve ótrúlega óútreiknanlegt lífið geti verið. Aðspurð hvort hún hafi einhverja sýn fyrir framtíðina segir hún: „Ég vona innilega að ég muni geta gefið Njödda barn sem hann þráir að eignast og að við búum einhvers staðar ekki í Reykjavik. Ég er bara sveitabarn og ég á bara að vera uppí sveit, þar líður mér lang best.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira