Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 14:44 Macron hvatti Frakka til þess að sameinast gegn öfgum á blaðamannafundi þar sem hann réttlætti ákvörðun sína um að boða til þingkosninga í dag. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23