Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:39 Fjölskyldan ætlaði að heimsækja Ísland í sumar en aðeins móðirin og dóttirin fengu vegabréfsáritun. Aðsend Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru. Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru.
Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira