Woods segir að Opna bandaríska muni reyna líkamlega á kylfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Tiger Woods með augun á boltanum. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Opna bandaríska meistaramótið í golfi stærir sig af því að vera ein erfiðasta prófraun kylfinga og Tiger Woods tekur svo sannarlega undir það. Aðeins fjórir kylfingar hafa lokið leik undir pari síðustu þrjú skipti sem Opna bandaríska fer fram á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu. Mótið fer fram í 124. sinn um komandi helgi og er búist við að verði kylfingum óþægur ljár í þúfu líkt og síðustu ár. Hinn 48 ára gamli Woods hefur unnið Opna bandaríska þrisvar sinnum á glæstum ferli sínum og veit hvað þarf til að sigra þetta strembna mót. Hann býst við að mótið verði líkt og árið 2005 þegar það mátti líkja spilamennsku kylfinga við borðtennis þar sem kúlunni var skotið fram og til baka yfir flötina. „Þetta gæti verið eitt af þessum mótum þar sem skorið eftir fyrsta hring er það lægsta sem við munum sjá.“ „Þetta verður frábær prófraun og líkamleg barátta milli kylfinga frá upphafi til enda. Þetta verður frábær skemmtun fyrir okkur öll,“ sagði Woods um komandi mót. Opna bandaríska fer fram frá 13. til 16. júní og verður í beinni á Vodafone Sport. Golf Opna bandaríska Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Aðeins fjórir kylfingar hafa lokið leik undir pari síðustu þrjú skipti sem Opna bandaríska fer fram á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu. Mótið fer fram í 124. sinn um komandi helgi og er búist við að verði kylfingum óþægur ljár í þúfu líkt og síðustu ár. Hinn 48 ára gamli Woods hefur unnið Opna bandaríska þrisvar sinnum á glæstum ferli sínum og veit hvað þarf til að sigra þetta strembna mót. Hann býst við að mótið verði líkt og árið 2005 þegar það mátti líkja spilamennsku kylfinga við borðtennis þar sem kúlunni var skotið fram og til baka yfir flötina. „Þetta gæti verið eitt af þessum mótum þar sem skorið eftir fyrsta hring er það lægsta sem við munum sjá.“ „Þetta verður frábær prófraun og líkamleg barátta milli kylfinga frá upphafi til enda. Þetta verður frábær skemmtun fyrir okkur öll,“ sagði Woods um komandi mót. Opna bandaríska fer fram frá 13. til 16. júní og verður í beinni á Vodafone Sport.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira