„Fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 12. júní 2024 10:01 Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn Ísaksson Vísir/Arnar Halldórsson Hópur kylfinga var mættur að leika sinn daglega hring á Húsatóftavelli í nágreni Grindavíkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnudaginn síðastliðinn eftir óvissu sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Meðal þeirra var einn af stofnendum Golfklúbbs Grindavíkur sem segir því fylgja þvílík sæla að geta snúið aftur á völlinn. Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“ Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira
Þau Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Edvard Júlíusson og Sveinn Ísaksson nutu þess að spila í blíðskaparveðri á Húsatóftavelli í dag þegar að okkur bar að garði og voru himinlifandi með að geta leikið aftur golf á sínum velli því gengið hefur á ýmsu undanfarna mánuði. Klippa: „Sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér“ „Það er góð tilfinning sem fylgir því að snúa hingað aftur á Húsatóftavöll og leika golf á nýjan leik. Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Gísli Jónsson. Völlurinn er í toppstandi.“ Margrét tók undir orð Gísla en þau eru Grindvíkingar og hafa verið annað slagið í bænum. „Þetta hefur allt saman verið í lausu lofti. En þetta fer að lagast.“ Með þeim í för á Húsatóftavelli þennan dag var Edvard Júlíusson sem er hvorki meira né minna en einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann líkt og aðrir er ótrúlega ánægður með að geta spilað aftur golf á vellinum. „Það er ekki hægt að segja neitt annað. Það fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur. Taka upp sömu gripin og maður hefur haft árum saman.“ Þú hefur engu gleymt? „Nei engu gleymt,“ svaraði Edvard. „ Engu gleymt. Blessaður vertu við erum enn að ná fuglum og pari. Allt það sem þarf að vinna í þessu. Kylfingar sem leika golf á Húsatóftavelli þurfa að fara eftir ákveðnum reglum sem gilda á svæðinu sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Fjórmenningarnar upplifa sig fullkomlega örugga á svæðinu. „Þetta eru sömu gömlu sprungurnar og hafa alltaf verið hér. Það er engin hætta á því að maður fari ofan í þær,“ svaraði Gísli og Edvard endurómaði hans orð: „Við þekkjum þetta alveg.“
Golf Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira