Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skotlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:47 Þorsteinn segir vindátt algjörlega ráða því hvernig aðstæður eru vegna eldgossins. Vísir/Sigurjón Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið. Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu