„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 20:12 Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. vísir/Hulda Margrét Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. „Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira