Nýverið greindi Vísir frá því að hinn gríðarlega efnilegi Šeško væri eftirsóttur af fjölda liða á Englandi. Hann var falur fyrir 65 milljónir evra en það gerir tæpa tíu milljarða íslenskra króna.
Í stað þess að ganga til liðs við eitt af ensku liðunum hér að ofan hefur Šeško ákveðið að halda kyrru fyrir og skrifa undir endurbættan samning við RB Leipzig. Reikna má með að klásúlan sem hefði gert ensku liðunum kleift að kaupa hann á 65 milljónir evra sé á bak og burt.
🚨🇸🇮 EXCLUSIVE: Benjamin Šeško has decided to STAY at RB Leipzig and sign new contract on improved terms!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 11, 2024
Decision made for talented striker, similar to what Haaland decided back in the days at BVB.
❗️ Šeško will stay at Leipzig with a new gentlemen agreement for future exit. pic.twitter.com/tJcR0KdfYs
Það var Fabrizio Romano sem greindi frá. Ítalinn segir að ákvörðun Šeško sé byggð á sama grunni og þegar Erling Braut Haaland ákvað að framlengja samning sinn hjá Borussia Dortmund og taka auka ár í Þýskalandi áður en hann myndi semja við eitt af stærstu liðum Evrópu.