Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 23:32 Allt stefnir í að Ursula von der Leyen verði áfram forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Johannes Simon/Getty Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. Næststærstu lýðræðislegu kosningum heimsins lauk í kvöld þegar kjörstöðum var lokað á Ítalíu. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kusu til 720 sæta á Evrópuþinginu síðustu fjóra daga, langflest í dag. Fyrir kosningarnar bentu flestar skoðanakannanir til þess að flokkum lengst til hægri myndi vaxa ásmegin á kostnað Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra. Strax á fimmtudag, þegar Hollendingar gengu fyrstir að kjörborðinu virtust þær spár ætla að raungerast. Þannig bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig. Ríkjandi öfl í Frakklandi og Þýskalandi í vanda Í dag hélt sú þróun svo áfram þegar útgönguspár bentu til þess að flokkar Olafs Scholz Þýskalandskanslara annars vegar og Emmanuels Macron Frakklandsforseta hefðu goldið afhroð. Sósíaldemókratar Scholz töpuðu fjölda sæta til Íhaldsflokksins og öfgahægriflokksins Afd. Niðurstaðan var sú versta í sögu Sósíaldemókrata. Þá dró heldur betur til tíðinda í kvöld þegar Macron tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til þingkosninga í Frakklandi vegna niðurstöðu Evrópuþingskosninganna. Öfgahægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, höfðu þá mælst með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám. Á Ítalíu naut flokkur Giorgiu Meloni forsætisráðherra mests fylgis. Flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, telst til flokka lengst til hægri. Bandalag miðjumanna heldur meirihluta Þrátt fyrir þennan uppgang öfgahægriflokkana bendir fyrsta spá um úrslitin, sem kynnt var í húsakynnum Evrópuþingsins í kvöld, til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta sínum á þinginu. Ríkisútvarpið greinir frá því að EPP (Kristilegir Demókratar) séu áfram stærsti flokkahópurinn á þinginu samkvæmt spánni, með 181 þingmann, tíu sætum meira en síðast. Jafnaðarmenn (S&D) fái 135 og Frjálslyndir (Renew Europe) 82, en tapi væntanlega um tuttugu sætum. ID, hópur þjóðernissinnaðra hægri flokka bæti við sig þrettán sætum og ECR, hópur íhaldssamra endurbótasinna á hægri vængnum vinni tvö sæti. Ursula von der Leyen væntanlega áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019. Fyrir kosningarnar nú var tvísýnt að hún næði endurkjöri. Miðað við fyrstu spá virðist hún munu ná atkvæðum einfalds meirihluta Evrópuþingmanna sem hún þarf til að vera áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Von der Leyen fagnaði niðurstöðum spánnar þegar hún ávarpaði stuðningsmenn Kristilegra demókrata í kvöld. Hún segir tíma til kominn að vinna með öðrum Evrópusinnuðum flokkum á þinginu og nefnir í því samhengi Jafnaðarmenn og Frjálslynda. „Það eru róstusamir tímar í heiminum í kringum okkur. Öfl bæði að utan og að innan reyna að valda óstöðugleika í samfélagi okkar og veikja Evrópu. Við munum aldrei leyfa því að raungerast.“ Evrópusambandið Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Næststærstu lýðræðislegu kosningum heimsins lauk í kvöld þegar kjörstöðum var lokað á Ítalíu. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kusu til 720 sæta á Evrópuþinginu síðustu fjóra daga, langflest í dag. Fyrir kosningarnar bentu flestar skoðanakannanir til þess að flokkum lengst til hægri myndi vaxa ásmegin á kostnað Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra. Strax á fimmtudag, þegar Hollendingar gengu fyrstir að kjörborðinu virtust þær spár ætla að raungerast. Þannig bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig. Ríkjandi öfl í Frakklandi og Þýskalandi í vanda Í dag hélt sú þróun svo áfram þegar útgönguspár bentu til þess að flokkar Olafs Scholz Þýskalandskanslara annars vegar og Emmanuels Macron Frakklandsforseta hefðu goldið afhroð. Sósíaldemókratar Scholz töpuðu fjölda sæta til Íhaldsflokksins og öfgahægriflokksins Afd. Niðurstaðan var sú versta í sögu Sósíaldemókrata. Þá dró heldur betur til tíðinda í kvöld þegar Macron tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til þingkosninga í Frakklandi vegna niðurstöðu Evrópuþingskosninganna. Öfgahægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, höfðu þá mælst með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám. Á Ítalíu naut flokkur Giorgiu Meloni forsætisráðherra mests fylgis. Flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, telst til flokka lengst til hægri. Bandalag miðjumanna heldur meirihluta Þrátt fyrir þennan uppgang öfgahægriflokkana bendir fyrsta spá um úrslitin, sem kynnt var í húsakynnum Evrópuþingsins í kvöld, til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta sínum á þinginu. Ríkisútvarpið greinir frá því að EPP (Kristilegir Demókratar) séu áfram stærsti flokkahópurinn á þinginu samkvæmt spánni, með 181 þingmann, tíu sætum meira en síðast. Jafnaðarmenn (S&D) fái 135 og Frjálslyndir (Renew Europe) 82, en tapi væntanlega um tuttugu sætum. ID, hópur þjóðernissinnaðra hægri flokka bæti við sig þrettán sætum og ECR, hópur íhaldssamra endurbótasinna á hægri vængnum vinni tvö sæti. Ursula von der Leyen væntanlega áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019. Fyrir kosningarnar nú var tvísýnt að hún næði endurkjöri. Miðað við fyrstu spá virðist hún munu ná atkvæðum einfalds meirihluta Evrópuþingmanna sem hún þarf til að vera áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Von der Leyen fagnaði niðurstöðum spánnar þegar hún ávarpaði stuðningsmenn Kristilegra demókrata í kvöld. Hún segir tíma til kominn að vinna með öðrum Evrópusinnuðum flokkum á þinginu og nefnir í því samhengi Jafnaðarmenn og Frjálslynda. „Það eru róstusamir tímar í heiminum í kringum okkur. Öfl bæði að utan og að innan reyna að valda óstöðugleika í samfélagi okkar og veikja Evrópu. Við munum aldrei leyfa því að raungerast.“
Evrópusambandið Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00
Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07