Hroki og ósvífni Magnús Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 16:30 Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar. Auglýsingin hefði allt eins getað verið frá fyrirtækinu Kaldhæðni ehf, sem auglýsir eftir starfsfólki, en veit ekki hvernig störfin verða eða hvar þau verða né hvenær þau byrja því fyrirtækið hefur engin leyfi. Staðreyndin er sú að strandsvæðaskipulagsvinnan skildi eftir þrjú aðalatriðin í Seyðisfirði, þ.e. siglingaöryggi, ofanflóðahættu og öryggi Farice-1 sæstrengsins. Siglingaáhættumatið var sett í hendur fyrirtækjanna og þau láta verkfræðistofu vinna það fyrir sig. Forstjóri og aðstðarforstjóri Kaldvíkur vita að áhættumat siglinga í Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Það er því alrangt af forstjórunum að halda því fram að umsókn þeirra í Seyðisfirði bíði bara staðfestingar, eins og þeir gerðu í fréttum við skráningu fyrirtækisins í kauphöllina. Forstjórarnir eiga líka að vita að ofanflóðamatið, sem Veðurstofan gerði fyrir fyrirtækið getur ekki staðist því fyrirtækið gaf ekki upp rétt hnit fyrir eldissvæðið allt. Rétt ofanflóðamat liggur því ekki fyrir, og þar með er ekki hægt að afgreiða umsókn um eldi. Farice ehf hefur allan tímann verið skírt í sinni afstöðu. “ Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. ” Kaldvík hefur ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til Farice og MAST. „ Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og -pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. “ Forstjórar Kaldvíkur sögðu í fréttum að þeir séu með umsókn um sjókvíaeldi í Mjóafirði. Þetta er alrangt. Mjóafjörð á eftir burðarþols- og umhverfismeta og ef það verður gert þarf að auglýsa rekstrarleyfin þar og þau verða að fara í útboð. Fyrirtækið fer enn og aftur með rangt mál. Engin umsókn liggur inni hjá MAST um Mjóafjörð. Aðstoðarforstjóri Kaldvíkur talaði um það við kauphallarkynninguna að umræðan væri skökk þessa stundina, og mætti ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun. Umræða okkar um fyrirtækið og Seyðisfjörð hefur alltaf verið byggð á rökum og staðreyndum úr skýrslum og umsögnum, sem eru aðgengilegar á netinu. Það sama á ekki við um Kaldvík. Þau sníða sannleikann að sínum hagsmunum og reyna að afvegaleiða umræðuna. Það sést vel á þessari auglýsingaherferð fyrirtækisins en með henni dæmir það sig best sjálft. Sveitarstjórn Múlaþings og sjókvíaeldi Seyðisfjarðarkaupstaður varð 125 ára árið 2020, en í október sama ár sameinaðist hann þrem öðrum sveitarfélögum undir nafninu Múlaþing. Meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hefur ekki staðið með vilja 75% íbúa Seyðisfjarðar. Það er þvert á loforð, sem gefið var við sameininguna, þar sem hvert byggðarlag átti að fá að halda sínum sérkennum og hafa áhrif í sínu nærumhverfi. Meirihluti heimastjórnar Seyðisfjarðar hefur líka misskilið hlutverk sitt í sjókvíaeldismálinu, sem talsmenn náttúru og samfélags staðarins. Meirihlutar bæði sveitar- og heimastjórnar hafa hins vegar stutt Kaldvík bæði leynt og ljóst við að koma sjókvíaeldi fyrir í þröngri ytri höfninni í Seyðisfirði. Hvorki sveitarstjórn Múlaþings né stjórnendur Kaldvíkur, hafa séð sóma sinn í að kynna áform um sjókvíaeldi fyrir Seyðfirðingum. Það er e.t.v. vegna þess að afstaða 75% Seyðfirðinga er skýr. Þau vilja ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum. Í grein á Vísi https://www.visir.is/g/20242578352d/thjodaroryggi er nánar fjallað um Farice-1 strenginn og þjóðaröryggi. Höfundur er félagi í VÁ félagi um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar. Auglýsingin hefði allt eins getað verið frá fyrirtækinu Kaldhæðni ehf, sem auglýsir eftir starfsfólki, en veit ekki hvernig störfin verða eða hvar þau verða né hvenær þau byrja því fyrirtækið hefur engin leyfi. Staðreyndin er sú að strandsvæðaskipulagsvinnan skildi eftir þrjú aðalatriðin í Seyðisfirði, þ.e. siglingaöryggi, ofanflóðahættu og öryggi Farice-1 sæstrengsins. Siglingaáhættumatið var sett í hendur fyrirtækjanna og þau láta verkfræðistofu vinna það fyrir sig. Forstjóri og aðstðarforstjóri Kaldvíkur vita að áhættumat siglinga í Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Það er því alrangt af forstjórunum að halda því fram að umsókn þeirra í Seyðisfirði bíði bara staðfestingar, eins og þeir gerðu í fréttum við skráningu fyrirtækisins í kauphöllina. Forstjórarnir eiga líka að vita að ofanflóðamatið, sem Veðurstofan gerði fyrir fyrirtækið getur ekki staðist því fyrirtækið gaf ekki upp rétt hnit fyrir eldissvæðið allt. Rétt ofanflóðamat liggur því ekki fyrir, og þar með er ekki hægt að afgreiða umsókn um eldi. Farice ehf hefur allan tímann verið skírt í sinni afstöðu. “ Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. ” Kaldvík hefur ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til Farice og MAST. „ Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og -pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. “ Forstjórar Kaldvíkur sögðu í fréttum að þeir séu með umsókn um sjókvíaeldi í Mjóafirði. Þetta er alrangt. Mjóafjörð á eftir burðarþols- og umhverfismeta og ef það verður gert þarf að auglýsa rekstrarleyfin þar og þau verða að fara í útboð. Fyrirtækið fer enn og aftur með rangt mál. Engin umsókn liggur inni hjá MAST um Mjóafjörð. Aðstoðarforstjóri Kaldvíkur talaði um það við kauphallarkynninguna að umræðan væri skökk þessa stundina, og mætti ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun. Umræða okkar um fyrirtækið og Seyðisfjörð hefur alltaf verið byggð á rökum og staðreyndum úr skýrslum og umsögnum, sem eru aðgengilegar á netinu. Það sama á ekki við um Kaldvík. Þau sníða sannleikann að sínum hagsmunum og reyna að afvegaleiða umræðuna. Það sést vel á þessari auglýsingaherferð fyrirtækisins en með henni dæmir það sig best sjálft. Sveitarstjórn Múlaþings og sjókvíaeldi Seyðisfjarðarkaupstaður varð 125 ára árið 2020, en í október sama ár sameinaðist hann þrem öðrum sveitarfélögum undir nafninu Múlaþing. Meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hefur ekki staðið með vilja 75% íbúa Seyðisfjarðar. Það er þvert á loforð, sem gefið var við sameininguna, þar sem hvert byggðarlag átti að fá að halda sínum sérkennum og hafa áhrif í sínu nærumhverfi. Meirihluti heimastjórnar Seyðisfjarðar hefur líka misskilið hlutverk sitt í sjókvíaeldismálinu, sem talsmenn náttúru og samfélags staðarins. Meirihlutar bæði sveitar- og heimastjórnar hafa hins vegar stutt Kaldvík bæði leynt og ljóst við að koma sjókvíaeldi fyrir í þröngri ytri höfninni í Seyðisfirði. Hvorki sveitarstjórn Múlaþings né stjórnendur Kaldvíkur, hafa séð sóma sinn í að kynna áform um sjókvíaeldi fyrir Seyðfirðingum. Það er e.t.v. vegna þess að afstaða 75% Seyðfirðinga er skýr. Þau vilja ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum. Í grein á Vísi https://www.visir.is/g/20242578352d/thjodaroryggi er nánar fjallað um Farice-1 strenginn og þjóðaröryggi. Höfundur er félagi í VÁ félagi um vernd fjarðar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun