„Ótímabært“ að segja til um hvort hún sækist eftir forystu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. júní 2024 13:57 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Rætt verður um að flýta landsfundi VG á stjórnarfundi flokksins í dag. Svandís Svavarsdóttir segir tímabært að hreyfingin stilli saman strengi í ljósi fylgistaps. Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís. Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vinstrihreyfingin Grænt framboð mældist með sögulega lágt fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, eða einungis um þrjú prósent og flokkurinn myndi samkvæmt því ekki hljóta þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag. Á stjórnarfundi flokksins sem boðað hefur verið til í dag verður meðal annars rætt um að flýta landsfundi til þess að kjósa megi nýja forystu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherrar og þingflokkur VG verið boðaðir á fundinn. „Það gefur augaleið að þegar okkar formaður snýr til annarra verka hefur það áhrif á okkar störf. Fylgið hefur verið á niðurleið og það er tímabært að við stillum saman strengi og metum okkar stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, aðspurð hvort henni þætti tilefni til þess að flýta landsfundi sem alla jafna er efnt til annað hvert ár. Síðasti fundur var í mars í fyrra og ætti samkvæmt því að fara fram næsta vor. Hún vildi ekki svara því hvort hún myndi sjálf gefa kost á sér í embætti formanns flokksins. „Við skulum bara byrja á því að ákveða tímasetningu á landsfundi og stjórnin gerir það í dag,“ segir Svandís. Hefur verið skorað á þig að gefa kost á þér? „Það er algjörlega ótímabært að tala um það núna. Ég held að við þurfum bara að fá næði til að ákveða tímasetningar og næstu vikur,“ svaraði Svandís.
Vinstri græn Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. 3. júní 2024 19:24