Írar kjósa til Evrópuþings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 12:07 Michael D. Higgins, forseti Írlands, greiddi atkvæði í Dyflinni í dag. AP/Niall Carson Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn. Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn.
Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33