Fjölnir fagnaði öruggum sigri og situr í efsta sæti deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 20:05 Dagur Ingi og Axel Freyr áttu báðir frábæran leik í kvöld facebook / grafarvogsbúar Fjölnir vann öruggan 4-2 sigur gegn Njarðvík og tyllti sér á toppinn í Lengjudeild karla. Kristófer Dagur Arnarsson kom heimamönnum Fjölnis yfir á 24. mínútu leiksins. Þeir unnu boltann eftir slaka spyrnu frá Njarðvíkurmarkmanninum, keyrðu upp hægri kantinn og skiptu vel yfir til vinstri á Axel Frey. Hann þræddi boltann inn fyrir á Mána Austmann sem renndi honum út í teiginn á Kristófer og þaðan var afgreiðslan auðveld. Kristófer Dagur skoraði opnunarmark leiksins.facebook / grafarvogsbúar Njarðvík jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar með marki frá Kenneth Hogg. Fjölnismenn voru verulega ósáttir við að hann hafi ekki verið flaggaður rangstæður þegar stoðsendingin barst frá Freysteini Inga en ákvörðunin aðstoðardómarans var hárrétt og markið stóð. Fjölnismenn svöruðu fljótt fyrir sig. Vilhjálmur Yngvi potaði boltanum í netið eftir aukaspyrnu á 39. mínútu. Dagur Ingi kom Fjölni svo 3-1 yfir á 43. mínútu eftir frábæran sprett og stoðsendingu frá Axeli Frey. Snemma í seinni hálfleik skoruðu Fjölnismenn sitt fjórða mark. Máni Austmann komst fyrir slaka sendingu í öftustu línu og vippaði yfir markmanninn sem var langt frá línunni og kom engum vörnum við. Reynir Haraldsson var neyddur af velli eftir harkalega tæklingu á 70. mínútu en ótrúlega fór ekkert spjald á loft. Kai Leo minnkaði muninn fyrir Njarðvík á 90. mínútu þegar varnarmenn Fjölnis slökktu á sér í smástund. Þá var orðið of seint fyrir Njarðvíkinga að snúa leiknum við. Fjölnismenn héldu örugglega út uppbótartímann og fóru með 4-2 sigur. Fjölnir fer því upp í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 6 leiki, einu stigi ofar en Njarðvík. Lengjudeild karla Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Kristófer Dagur Arnarsson kom heimamönnum Fjölnis yfir á 24. mínútu leiksins. Þeir unnu boltann eftir slaka spyrnu frá Njarðvíkurmarkmanninum, keyrðu upp hægri kantinn og skiptu vel yfir til vinstri á Axel Frey. Hann þræddi boltann inn fyrir á Mána Austmann sem renndi honum út í teiginn á Kristófer og þaðan var afgreiðslan auðveld. Kristófer Dagur skoraði opnunarmark leiksins.facebook / grafarvogsbúar Njarðvík jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar með marki frá Kenneth Hogg. Fjölnismenn voru verulega ósáttir við að hann hafi ekki verið flaggaður rangstæður þegar stoðsendingin barst frá Freysteini Inga en ákvörðunin aðstoðardómarans var hárrétt og markið stóð. Fjölnismenn svöruðu fljótt fyrir sig. Vilhjálmur Yngvi potaði boltanum í netið eftir aukaspyrnu á 39. mínútu. Dagur Ingi kom Fjölni svo 3-1 yfir á 43. mínútu eftir frábæran sprett og stoðsendingu frá Axeli Frey. Snemma í seinni hálfleik skoruðu Fjölnismenn sitt fjórða mark. Máni Austmann komst fyrir slaka sendingu í öftustu línu og vippaði yfir markmanninn sem var langt frá línunni og kom engum vörnum við. Reynir Haraldsson var neyddur af velli eftir harkalega tæklingu á 70. mínútu en ótrúlega fór ekkert spjald á loft. Kai Leo minnkaði muninn fyrir Njarðvík á 90. mínútu þegar varnarmenn Fjölnis slökktu á sér í smástund. Þá var orðið of seint fyrir Njarðvíkinga að snúa leiknum við. Fjölnismenn héldu örugglega út uppbótartímann og fóru með 4-2 sigur. Fjölnir fer því upp í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 6 leiki, einu stigi ofar en Njarðvík.
Lengjudeild karla Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti