Geirfuglar og flámæli Pétur Már Sigurjónsson skrifar 6. júní 2024 20:00 Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00 Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum.
Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01
Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun