Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 20:53 Biden-hjónin, Joe og Jill, heilsa bandarískum uppgjafarhermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Normandí í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi. Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi.
Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54
Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52
Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43