Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 20:53 Biden-hjónin, Joe og Jill, heilsa bandarískum uppgjafarhermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Normandí í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi. Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi.
Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54
Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52
Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent