Deildarstýri – deildarstýra – deildarstjóri Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:01 Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Íslensk tunga Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun