Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 07:30 Tómur Wembley er töluvert öðruvísi en uppseldur Wembley. EPA-EFE/ANDY RAIN England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira