Danir lögðu Svía og Haaland skoraði þrjú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:05 Christian Eriksen skoraði sigurmark Dana í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Svíþjóð 2-1 í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þá vann Noregur 3-0 sigur á Kósovó. Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira