Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 17:35 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Arnar Halldórsson Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira