Mætti manni, veitti honum eftirför og réðst svo á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 17:32 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað. Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað. Dómsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira