Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 14:25 Hestar þurfa að glíma við vonda veðrir eins og aðrir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. „Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið. Veður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
„Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið.
Veður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira