Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 14:25 Hestar þurfa að glíma við vonda veðrir eins og aðrir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. „Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið. Veður Dýr Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
„Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið.
Veður Dýr Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira