Þetta kemur fram í ábendingum til vegfarenda frá veðurfræðingi veðurstofunnar. Þar segir að spáð sé skárra ferðaveðri á morgun, en aftur víða hríð á fjallvegum um norðanvert landið annað kvöld.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norður- og Austurlandi sem og á Miðhálendinu. Þá er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi. Veðurviðvarandir víðs vegar um landið munu standa fram á aðfaranótt föstudags.
Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir má nálgast á vef Veðurstofunnar og nánari upplýsingar um færðir á vegum fást á vef Vegagerðarinnar.