Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 23:10 Þráinn segir það merki um aukna jákvæðni í garð iðnnáms í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira