Brjálaður út í British Airways fyrir að skilja kylfurnar sínar eftir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2024 13:30 Ian Poulter mun væntanlega ekki bóka flug hjá British Airways á næstunni. getty/Asanka Ratnayake Enski kylfingurinn Ian Poulter var brjálaður út í flugfélagið British Airways eftir að kylfurnar hans urðu eftir á Heathrow flugvellinum. Poulter flaug til Houston í Bandaríkjunum þar sem hann keppir á móti á LIV-mótaröðinni. Kylfurnar hans komust hins vegar ekki á áfangastað, þrátt fyrir að Poulter hafi séð þær fara á færibandið á flugvellinum. Poulter hafði lítinn húmor fyrir þessu og lét British Airways heyra það á samfélagsmiðlum. Hann sagði að flugfélagið gæti ekki á nokkurn hátt afsakað þetta og það væri af og frá að kylfupokinn hafi verið of þungur. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Poulter hraut maðurinn fyrir framan hann í flugvélinni hátt og snjallt, kylfingnum til mikils ama. Mótið í Houston er fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni í ár sem er haldið í Bandaríkjunum. Eftir þrjár vikur verður svo annað mót í Nashville. Golf LIV-mótaröðin Fréttir af flugi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Poulter flaug til Houston í Bandaríkjunum þar sem hann keppir á móti á LIV-mótaröðinni. Kylfurnar hans komust hins vegar ekki á áfangastað, þrátt fyrir að Poulter hafi séð þær fara á færibandið á flugvellinum. Poulter hafði lítinn húmor fyrir þessu og lét British Airways heyra það á samfélagsmiðlum. Hann sagði að flugfélagið gæti ekki á nokkurn hátt afsakað þetta og það væri af og frá að kylfupokinn hafi verið of þungur. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Poulter hraut maðurinn fyrir framan hann í flugvélinni hátt og snjallt, kylfingnum til mikils ama. Mótið í Houston er fyrsta mótið á LIV-mótaröðinni í ár sem er haldið í Bandaríkjunum. Eftir þrjár vikur verður svo annað mót í Nashville.
Golf LIV-mótaröðin Fréttir af flugi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira