Telur ekki að Katrín hafi gert mistök Tómas Arnar Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júní 2024 15:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök með því að gefa kost á sér til embætti forseta Íslands. Vísir/Vilhelm „Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um nýgengnar forsetakosningar í samtali við fréttastofu. Bjarni óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseti, til hamingju með sigurinn og tók fram að úrslit kosninganna höfðu verið afgerandi ef tekið er tillit til þess hve margir voru í framboði þar sem fylgið dreifðist töluvert. Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan. Spurður hvort að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi gert mistök þegar hún gaf kost á sér til embætti forseta svarar Bjarni því neitandi. „Það sem að fólk verður alltaf að gera upp við sig er hvort að það finni fyrir köllun til að gefa kost á sér og það sá ég alveg hjá Katrínu svo þetta er á endanum bara persónuleg ákvörðun,“ segir Bjarni sem ítrekar að það sé mikilvægt að fylgja hjartanu. Bjarni tekur jafnframt fram að þó að Katrín hafi borið ósigur úr kosningunum að þá hafi hún hlotið góðan stuðning í kosningunum. Langsóttar kenningar Spurður hvað honum finnist um skýringar sumra þess efnis að Katrínu hafi verið refsað í kosningunum fyrir að segja af sér og gera þar af leiðandi Bjarna að forsætisráðherra segir Bjarni það vera nokkuð langsóttar kenningar. „Ég bað hana aldrei um leyfi fyrir því hvernig við myndum semja um framhald á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það var bara á milli flokkanna þriggja og hún farin af vettvangi. Ég man ekki eftir að hafa verið skammaður mikið fyrir að hafa gert hana að forsætisráðherra eins og einhverjir gætu þá með sömu nálgun sagt að ég hafi gert á sínum tíma fyrir mörgum árum síðan.“ Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, benti á það á vefsíðu sinni í dag að Halla Tómasdóttir væri eftir sigurinn fyrsti forsetinn til að koma af hægri væng stjórnmálanna. Spurður hvort að hann sé sammála þessari túlkun Björns segir Bjarni að hann ætli ekki að hafa skoðun á því. „Nú er kominn forseti sem er bjart yfir og er kraftmikil kona og hefur góðan stuðning og þetta er rétti tíminn til að óska henni góðs gengis en ekki að velta fyrir sér hvaða pólitísku skoðanir hún kann að hafa,“ bætir Bjarni við. Spurður um áhyggjur fólks af því að Halla hafi verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2007 stuttu fyrir efnahagshrunið á Íslandi segir Bjarni að þetta hefði átt að vera rætt á meðan á kosningabaráttunni stóð en ekki eftir að niðurstöður liggja fyrir. Hann ítrekar að Halla eigi að vera dæmd af störfum sínum sem forseti.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira