Menntunarkrafa til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum Guðmundur Björnsson skrifar 3. júní 2024 11:31 Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 frá menningar- og viðskiptaráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er fjallað um menntunarkröfur til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum í lið E.3. Stutt lýsing á lið E.3: Unnið verði að úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna sem starfa innan þjóðgarða á Íslandi. Í framhaldi af því verði útbúnar skýrar lágmarkskröfur um menntun og hæfni, sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til að starfa við leiðsögn innan þjóðgarðs. Hér eru gerðar alvarlegar athugsemdir við þennan lið sem fjallar um menntunarkröfu til leiðsögumanna. Þar er ekki ráð fyrir að skoða eigi hæfni og menntun ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins er minnst á þá aðila sem eiga að vera með svokölluð "hard-skills", þ.e. þeir sem sinna leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, í íshellum og við köfun. Þar ekki gert ráð fyrir neinum hæfniskröfum til ferðaleiðsögumanna sem sinna þó mun stærri hóp ferðamanna. Sérstakelga er þetta alvarlegt þegar litið er til þeirrar holskeflu erlendra „ferðaleiðsögumanna“ sem ferðast með hópa um landið án tilskilinna leyfa frá Ferðamálastofu skv. lögum, þ.e. annað hvort ferðaskrifstofuleyfi eða leyfi ferðasala dagsferða. Hvað þá að einhver athugi hvort þeir þekki eitthvað til lands og þjóðar eða þessa samfélags sem þeir eru að ferðast um, þ.e. siði þess, venjur, lög og reglur. Hér er allt leyft. Þessu er t.d. ólíkt farið ef þú ætlar að leggja fyrir þig leigubílaakstur, svo dæmi sé tekið. Þá þarftu að sitja námskeið sem tekur viku og þreyta próf, hvort heldur sem þú sért innfæddur eða af erlendu bergi brotinn. Þar er þó gallinn sá að allt námsefnið og prófin eru á íslensku, sem helmingur þátttakenda skilur ekki en, guði sé lof fyrir Google Translate, sem bæði þýðir spurningarnar og svarar þeim fyrir þá sem þreyta þau próf. Maður tekur þó hatt sinn ofan fyrir viðleitnina. Það er mjög miður að í engu eigi að taka til menntunar- og hæfniskrafna til ferðaleiðsögumanna og í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda sem getið er í þessu sama plaggi um að "Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun". Mikilvægi þess að gera lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum verði að vera í forgangi og hér eru nokkrar ástæður fyrir því: Öryggi gesta: Ferðaleiðsögumenn gegna lykilhlutverki í að tryggja öryggi ferðamanna. Með vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja þjóðgarða í hópferðum undir stjórn innlendra og erlendra ferðaleiðsögumanna, er nauðsynlegt að ferðaleiðsögumenn hafi haldgóða menntun og þjálfun. Þetta felur í sér þekkingu á viðbrögðum við neyðartilvikum, viðbrögð við vá, notkun björgunarbúnaðar og skilnings á náttúrulegum hættum. Gæðaþjónusta: Menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna hefur bein áhrif á upplifun ferðamanna. Vel menntaðir ferðaleiðsögumenn geta veitt ítarlegar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru, sögu og menningu þjóðgarðanna. Þetta bætir ekki aðeins upplifun ferðamanna heldur stuðlar einnig að því að byggja upp sterka ímynd landsins sem áfangastaðar með framúrskarandi ferðaþjónustu. Umhverfisvernd: Ferðaleiðsögumenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að fræða ferðamenn um umhverfisvernd og ábyrga nærandi ferðamennsku. Menntaðir ferðaleiðsögumenn geta miðlað upplýsingum um okkar viðkvæma vistkerfi, verndaraðgerðir og ábyrgða hegðun, sem stuðlar að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðamanna og viðhalda náttúruauðlindum til framtíðar. Samræmi við Evrópustaðla: Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 hefur verið í gildi frá 1. ágúst 2008 á Íslandi, en stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að innleiða hann formlega eða gert kröfur til starfandi ferðaleiðsögumanna um að menntun þeirra uppfylli skilyrði staðalsins. Endurmenntun Háskóla Íslands tók það upp á sitt eindæmi á sínum tíma, við endurskoðun leiðsögunámsins, að breyta því þannig að það uppfylli þennan staðal. Hins vegar er ekkert eftirlit með því í dag hvort menntun starfandi ferðaleiðsögumanna á Íslandi uppfylli þær lágmarkskröfur. Að fylgja þessum stöðlum eykur samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi og tryggir að íslenskir ferðaleiðsögumenn uppfylli þessar kröfur, sem Evrópulöndin hafa komið sér saman um. Því ætti að fela Ferðamálastofu að hafa eftirlit með þessu og halda utan um skrá yfir ferðaleiðsögumenn sem hafa lokið menntun skv. staðlinum og afhenda þeim ferðaleiðsögumönnum skírteini upp á það, eins og tíðkast víða. Það myndi auðvelda allt eftirlit og sýna ferðamönnum að þeir í góðum höndum. Eftirlit og lagaheimildir: Til að tryggja að fyrirtæki sem starfa innan þjóðgarða fylgi þessum menntunarkröfum og öðrum gæðastöðlum er nauðsynlegt að hafa skýrar lagaheimildir og virkt eftirlit. Fjárveitingar til menntunar og þjálfunar landvarða, sem sinna ættu því eftirlitshlutverki eru einnig mikilvægar til að þeir geti framkvæmt störf sín með viðeigandi sérþekkingu. Langtímamarkmið: Með því að setja lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna er stuðlað að langtímamarkmiðum um sjálfbæra ferðaþjónustu. Menntun ferðaleiðsögumanna stuðlar að ábyrgri og upplýstri ferðahegðun, sem er grundvöllur fyrir verndun náttúru og menningar á Íslandi. Það er því nauðsynlegt að aðgerðaráætlunin taki einnig til alhliða úttektar á menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins þannig getum við tryggt að þeir uppfylli ströngustu gæðakröfur og stuðlað að öryggi, upplifun og umhverfisvernd í íslenskum þjóðgörðum. Höfundur er ferðamálafræðingur og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 frá menningar- og viðskiptaráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er fjallað um menntunarkröfur til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum í lið E.3. Stutt lýsing á lið E.3: Unnið verði að úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna sem starfa innan þjóðgarða á Íslandi. Í framhaldi af því verði útbúnar skýrar lágmarkskröfur um menntun og hæfni, sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til að starfa við leiðsögn innan þjóðgarðs. Hér eru gerðar alvarlegar athugsemdir við þennan lið sem fjallar um menntunarkröfu til leiðsögumanna. Þar er ekki ráð fyrir að skoða eigi hæfni og menntun ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins er minnst á þá aðila sem eiga að vera með svokölluð "hard-skills", þ.e. þeir sem sinna leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, í íshellum og við köfun. Þar ekki gert ráð fyrir neinum hæfniskröfum til ferðaleiðsögumanna sem sinna þó mun stærri hóp ferðamanna. Sérstakelga er þetta alvarlegt þegar litið er til þeirrar holskeflu erlendra „ferðaleiðsögumanna“ sem ferðast með hópa um landið án tilskilinna leyfa frá Ferðamálastofu skv. lögum, þ.e. annað hvort ferðaskrifstofuleyfi eða leyfi ferðasala dagsferða. Hvað þá að einhver athugi hvort þeir þekki eitthvað til lands og þjóðar eða þessa samfélags sem þeir eru að ferðast um, þ.e. siði þess, venjur, lög og reglur. Hér er allt leyft. Þessu er t.d. ólíkt farið ef þú ætlar að leggja fyrir þig leigubílaakstur, svo dæmi sé tekið. Þá þarftu að sitja námskeið sem tekur viku og þreyta próf, hvort heldur sem þú sért innfæddur eða af erlendu bergi brotinn. Þar er þó gallinn sá að allt námsefnið og prófin eru á íslensku, sem helmingur þátttakenda skilur ekki en, guði sé lof fyrir Google Translate, sem bæði þýðir spurningarnar og svarar þeim fyrir þá sem þreyta þau próf. Maður tekur þó hatt sinn ofan fyrir viðleitnina. Það er mjög miður að í engu eigi að taka til menntunar- og hæfniskrafna til ferðaleiðsögumanna og í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda sem getið er í þessu sama plaggi um að "Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun". Mikilvægi þess að gera lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum verði að vera í forgangi og hér eru nokkrar ástæður fyrir því: Öryggi gesta: Ferðaleiðsögumenn gegna lykilhlutverki í að tryggja öryggi ferðamanna. Með vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja þjóðgarða í hópferðum undir stjórn innlendra og erlendra ferðaleiðsögumanna, er nauðsynlegt að ferðaleiðsögumenn hafi haldgóða menntun og þjálfun. Þetta felur í sér þekkingu á viðbrögðum við neyðartilvikum, viðbrögð við vá, notkun björgunarbúnaðar og skilnings á náttúrulegum hættum. Gæðaþjónusta: Menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna hefur bein áhrif á upplifun ferðamanna. Vel menntaðir ferðaleiðsögumenn geta veitt ítarlegar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru, sögu og menningu þjóðgarðanna. Þetta bætir ekki aðeins upplifun ferðamanna heldur stuðlar einnig að því að byggja upp sterka ímynd landsins sem áfangastaðar með framúrskarandi ferðaþjónustu. Umhverfisvernd: Ferðaleiðsögumenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að fræða ferðamenn um umhverfisvernd og ábyrga nærandi ferðamennsku. Menntaðir ferðaleiðsögumenn geta miðlað upplýsingum um okkar viðkvæma vistkerfi, verndaraðgerðir og ábyrgða hegðun, sem stuðlar að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðamanna og viðhalda náttúruauðlindum til framtíðar. Samræmi við Evrópustaðla: Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 hefur verið í gildi frá 1. ágúst 2008 á Íslandi, en stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að innleiða hann formlega eða gert kröfur til starfandi ferðaleiðsögumanna um að menntun þeirra uppfylli skilyrði staðalsins. Endurmenntun Háskóla Íslands tók það upp á sitt eindæmi á sínum tíma, við endurskoðun leiðsögunámsins, að breyta því þannig að það uppfylli þennan staðal. Hins vegar er ekkert eftirlit með því í dag hvort menntun starfandi ferðaleiðsögumanna á Íslandi uppfylli þær lágmarkskröfur. Að fylgja þessum stöðlum eykur samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi og tryggir að íslenskir ferðaleiðsögumenn uppfylli þessar kröfur, sem Evrópulöndin hafa komið sér saman um. Því ætti að fela Ferðamálastofu að hafa eftirlit með þessu og halda utan um skrá yfir ferðaleiðsögumenn sem hafa lokið menntun skv. staðlinum og afhenda þeim ferðaleiðsögumönnum skírteini upp á það, eins og tíðkast víða. Það myndi auðvelda allt eftirlit og sýna ferðamönnum að þeir í góðum höndum. Eftirlit og lagaheimildir: Til að tryggja að fyrirtæki sem starfa innan þjóðgarða fylgi þessum menntunarkröfum og öðrum gæðastöðlum er nauðsynlegt að hafa skýrar lagaheimildir og virkt eftirlit. Fjárveitingar til menntunar og þjálfunar landvarða, sem sinna ættu því eftirlitshlutverki eru einnig mikilvægar til að þeir geti framkvæmt störf sín með viðeigandi sérþekkingu. Langtímamarkmið: Með því að setja lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna er stuðlað að langtímamarkmiðum um sjálfbæra ferðaþjónustu. Menntun ferðaleiðsögumanna stuðlar að ábyrgri og upplýstri ferðahegðun, sem er grundvöllur fyrir verndun náttúru og menningar á Íslandi. Það er því nauðsynlegt að aðgerðaráætlunin taki einnig til alhliða úttektar á menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins þannig getum við tryggt að þeir uppfylli ströngustu gæðakröfur og stuðlað að öryggi, upplifun og umhverfisvernd í íslenskum þjóðgörðum. Höfundur er ferðamálafræðingur og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar