Sjö af hverjum tíu Íslendingum í yfirþyngd eða offitu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:30 Kristján Þór Magnússon fer yfir málin með Sölva Tryggvasyni. Kristján Þór Gunnarsson læknir, segir Ísland statt í miðjum faraldri samfélags- og lífsstílssjúkdóma. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist tími til kominn að samfélagið allt taki gagngera umræðu um samfélagið okkar og lifnaðarhættina, enda bendi allar undirliggjandi tölur til þess að við séum sífellt að verða veikari. „Við erum nú þegar í faraldri samfélags- og lífsstílssjúkdóma. Ef við tökum bara nokkrar tölur, þá eru 70% Íslendinga í yfirþyngd eða offitu. 30 prósent barna eru í yfirþyngd eða offitu. Sykursýki tvö hefur verið að rjúka upp, hjarta- og æðasjúkdómar sömuleiðis og svo er það andlega hliðin. Þunglyndi, kvíði, streita, kulnun og fleira. Þar er líka faraldur í gangi og það er augljóst að eitthvað mikið þarf að breytast. Ég sem heimilislæknir hef verið að skoða þetta mikið í mínum störfum og geri mitt besta til að reyna að greina þetta og hjálpa fólki eins og ég get. Fyrir mér eru þetta einkum fimm þættir. Það er matarræði, hreyfingarleysi, langvinn streita, of lítill eða lélegur svefn og svo náttúruleysi eða of lítill tími í náttúru og beru lofti,“ segir Kristján, sem segir að við séum á engan hátt hönnuð fyrir þá lifnaðarhætti sem þyki eðlilegir í dag. „Samfélagið sem við erum búin að sníða okkur er orðið uppfullt af streitu og hraða, of miklum skjátíma, gjörunnum matvælum og fleiri hlutum sem gera okkur ekki gott. Við höfum gleymt því að við erum lífverur sem höfum verið í okkar náttúrulega umhverfi í þúsundir ára. Í tugþúsundir ára var þetta nánast alveg eins, svo hefur þetta breyst gríðarlega hratt, sérstaklega frá iðnbyltingunni. En á síðustu 50 árum hafa lifnaðarhættir okkar breyst á ljóshraða. Í grunninn erum við sömu lífverur og við höfum alltaf verið, en allt í umhverfinu er búið að breytast og tölurnar tala sínu máli. Við erum ekki hönnuð fyrir að borða gervimat, vera í gervibirtu og hafa stanslaust aðgengi að verksmiðjuframleiddum mat í 24 tíma á sólarhring. Við verðum að gera eitthvað til að breyta þessu. Ef við myndum bjóða dýrum upp á lifnaðarhættina okkar á vesturlöndum almennt yrðum við líklega kærð fyrir dýraníð.“ Kristján segir að staðan sé orðin grafalvarleg og ef fram haldi sem horfi muni ekkert heilbrigðiskerfi ráða við að eiga við alla þessa sjúkdóma: „Um 80% af kostnaði heilbrigðiskerfa í Evrópu er vegna þess sem kallað er ósmitbærir sjúkdómar. Það sem hefur verið kallað lífsstílssjúkdómar, en ég vil frekar kalla samfélagssjúkdóma. Og þetta er bara á leiðinni beint upp, þannig að við stefnum einfaldlega í þá stöðu að ekkert kerfi mun ráða við þetta. Heilbrigðiskerfin munu sligast ef við gerum ekki eitthvað í málunum. Fyrir mér verðum við að byrja miklu fyrr á forvörnum og grípa inn í áður en fólk er komið með þessa sjúkdóma og skaðinn er skeður.“ Kristján segir að við höfum hægt og rólega vanist einhverju sem er alls ekki eðlilegt. Normalisering á óhollu matarræði, miklum skjátíma, litlum svefni og fleiri hlutum þýði ekki að við eigum að halda áfram á sömu braut. „Það er bara afstætt hvað við teljum eðlilegt eða „normal“. Við verðum samdauna einhverju sem er kannski bara mjög óeðlilegt, en smám saman fer okkur að finnast það eðlilegt. Hvort sem það er að vera með aðgang að unnum mat í 24 tíma á dag, keyrsla á of litlum svefni og orkudrykkjum, eða bara hraðinn í samfélaginu almennt. Við höfum hægt og rólega verið að breyta öllu í okkar lifnaðarháttum án þess að fara í gagngera umræðu um hvar það endar. Eitt er svo hvert við fullorðna fólkið erum komin, en svo er alveg önnur umræða sem snýr að börnum. Við sjáum aukin svefnvandamál, kvíða og margt fleira hjá börnum og unglingum. Ef við fullorðna fólkið eigum erfitt með að stýra notkun okkar á símum og því hvernig við borðum, getum við rétt ímyndað okkur hversu erfitt þetta er fyrir börn. Ég held að það vakni enginn krakki eða unglingur og ákveði að vera 8 tíma á TikTok þann daginn. En algóritmarnir eru hannaðir þannig að þau eiga lítinn séns,” segir Kristján. Hann kallar eftir því að við sem samfélag tökum þessa umræðu og horfumst í augu við hlutina eins og þeir eru. ,,Ég hef stundum tekið á mig að vera leiðinlegi kallinn þegar kemur að því að benda á slæman lífsstíl og áhrif gjörunninna matvæla. Það verður einhver að taka að sér það hlutverk að tala um þessa hluti eins og þeir eru. Margt sem ég lærði í mínu grunnnámi er orðið úrelt og við vitum betur núna. Vísindi eru mannanna verk og taka breytingum. Við sjáum hvernig þróunin hefur verið á undanförnum áratugum í hinum vestræna heimi og það er augljóst að við verðum að gera eitthvað til að grípa í taumana og búa til samfélög þar sem lífsstíll okkar verður heilbrigðari.” Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Heilbrigðismál Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Við erum nú þegar í faraldri samfélags- og lífsstílssjúkdóma. Ef við tökum bara nokkrar tölur, þá eru 70% Íslendinga í yfirþyngd eða offitu. 30 prósent barna eru í yfirþyngd eða offitu. Sykursýki tvö hefur verið að rjúka upp, hjarta- og æðasjúkdómar sömuleiðis og svo er það andlega hliðin. Þunglyndi, kvíði, streita, kulnun og fleira. Þar er líka faraldur í gangi og það er augljóst að eitthvað mikið þarf að breytast. Ég sem heimilislæknir hef verið að skoða þetta mikið í mínum störfum og geri mitt besta til að reyna að greina þetta og hjálpa fólki eins og ég get. Fyrir mér eru þetta einkum fimm þættir. Það er matarræði, hreyfingarleysi, langvinn streita, of lítill eða lélegur svefn og svo náttúruleysi eða of lítill tími í náttúru og beru lofti,“ segir Kristján, sem segir að við séum á engan hátt hönnuð fyrir þá lifnaðarhætti sem þyki eðlilegir í dag. „Samfélagið sem við erum búin að sníða okkur er orðið uppfullt af streitu og hraða, of miklum skjátíma, gjörunnum matvælum og fleiri hlutum sem gera okkur ekki gott. Við höfum gleymt því að við erum lífverur sem höfum verið í okkar náttúrulega umhverfi í þúsundir ára. Í tugþúsundir ára var þetta nánast alveg eins, svo hefur þetta breyst gríðarlega hratt, sérstaklega frá iðnbyltingunni. En á síðustu 50 árum hafa lifnaðarhættir okkar breyst á ljóshraða. Í grunninn erum við sömu lífverur og við höfum alltaf verið, en allt í umhverfinu er búið að breytast og tölurnar tala sínu máli. Við erum ekki hönnuð fyrir að borða gervimat, vera í gervibirtu og hafa stanslaust aðgengi að verksmiðjuframleiddum mat í 24 tíma á sólarhring. Við verðum að gera eitthvað til að breyta þessu. Ef við myndum bjóða dýrum upp á lifnaðarhættina okkar á vesturlöndum almennt yrðum við líklega kærð fyrir dýraníð.“ Kristján segir að staðan sé orðin grafalvarleg og ef fram haldi sem horfi muni ekkert heilbrigðiskerfi ráða við að eiga við alla þessa sjúkdóma: „Um 80% af kostnaði heilbrigðiskerfa í Evrópu er vegna þess sem kallað er ósmitbærir sjúkdómar. Það sem hefur verið kallað lífsstílssjúkdómar, en ég vil frekar kalla samfélagssjúkdóma. Og þetta er bara á leiðinni beint upp, þannig að við stefnum einfaldlega í þá stöðu að ekkert kerfi mun ráða við þetta. Heilbrigðiskerfin munu sligast ef við gerum ekki eitthvað í málunum. Fyrir mér verðum við að byrja miklu fyrr á forvörnum og grípa inn í áður en fólk er komið með þessa sjúkdóma og skaðinn er skeður.“ Kristján segir að við höfum hægt og rólega vanist einhverju sem er alls ekki eðlilegt. Normalisering á óhollu matarræði, miklum skjátíma, litlum svefni og fleiri hlutum þýði ekki að við eigum að halda áfram á sömu braut. „Það er bara afstætt hvað við teljum eðlilegt eða „normal“. Við verðum samdauna einhverju sem er kannski bara mjög óeðlilegt, en smám saman fer okkur að finnast það eðlilegt. Hvort sem það er að vera með aðgang að unnum mat í 24 tíma á dag, keyrsla á of litlum svefni og orkudrykkjum, eða bara hraðinn í samfélaginu almennt. Við höfum hægt og rólega verið að breyta öllu í okkar lifnaðarháttum án þess að fara í gagngera umræðu um hvar það endar. Eitt er svo hvert við fullorðna fólkið erum komin, en svo er alveg önnur umræða sem snýr að börnum. Við sjáum aukin svefnvandamál, kvíða og margt fleira hjá börnum og unglingum. Ef við fullorðna fólkið eigum erfitt með að stýra notkun okkar á símum og því hvernig við borðum, getum við rétt ímyndað okkur hversu erfitt þetta er fyrir börn. Ég held að það vakni enginn krakki eða unglingur og ákveði að vera 8 tíma á TikTok þann daginn. En algóritmarnir eru hannaðir þannig að þau eiga lítinn séns,” segir Kristján. Hann kallar eftir því að við sem samfélag tökum þessa umræðu og horfumst í augu við hlutina eins og þeir eru. ,,Ég hef stundum tekið á mig að vera leiðinlegi kallinn þegar kemur að því að benda á slæman lífsstíl og áhrif gjörunninna matvæla. Það verður einhver að taka að sér það hlutverk að tala um þessa hluti eins og þeir eru. Margt sem ég lærði í mínu grunnnámi er orðið úrelt og við vitum betur núna. Vísindi eru mannanna verk og taka breytingum. Við sjáum hvernig þróunin hefur verið á undanförnum áratugum í hinum vestræna heimi og það er augljóst að við verðum að gera eitthvað til að grípa í taumana og búa til samfélög þar sem lífsstíll okkar verður heilbrigðari.” Hægt er að nálgast viðtalið við Kristján og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Heilbrigðismál Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira