„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:14 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira