„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:14 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn