Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 10:25 Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni, umvafin fjölskyldunni fylgist ánægð með kosningatölunum sem birtust í nótt. Sigurinn var miklu stærri en skoðanakannanir gáfu til kynna. vísir/vilhelm Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. „Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
„Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent