Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 01:33 Jón Gnarr og Jóga ætla að hvíla sig á morgun. Stöð 2 „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06