Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 01:33 Jón Gnarr og Jóga ætla að hvíla sig á morgun. Stöð 2 „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06