Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 20:31 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að rannsóknir hafi verið að benda til breyttrar kosningahegðunar kjósenda.Sífellt fleiri kjósi utan kjörfundar. Stöð 2 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06