Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 14:06 Jón ásamt fjölskyldu á leiðinni á kjörstað. Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. vísir/Anton Brink „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi:
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu