Að hitta hetjuna sína Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:31 Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun