Gæti hallað undan fæti hjá Arion á næsta ári því viðvörunarljós blikka
![Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Í verðmati Jakobsson Capital er gert ráð fyrir því að Arion banki hagnist um 25,2 milljarða króna í ár en um 23,8 milljarða árið 2025.](https://www.visir.is/i/EAB2B077AEB336601E3BFF7630E41D3F3A77992ABAE7CB3BC495E48602B1DC4B_713x0.jpg)
Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.