Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:06 Leitað hefur verið að manninum frá því í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08
Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56
Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49
Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13