Lífið

Sigga á Grund er fyrsti heiðurs­borgari Flóahrepps

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps og Árni Eiríksson, oddviti með Siggu á Grund þegar Hulda afhenti henni heiðursnafnbótina „Heiðursborgari” Flóahrepps á skjali í gærkvöldi.
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps og Árni Eiríksson, oddviti með Siggu á Grund þegar Hulda afhenti henni heiðursnafnbótina „Heiðursborgari” Flóahrepps á skjali í gærkvöldi. Aðsend

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps í 80 ára afmælishófi hennar í Vatnsholti í Flóa í gærkvöldi.

Sigga er landsþekkt handverkskona, ekki síst þegar kemur að skera út í tré en hún sinnir líka öðru handverki af miklum sóma. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráherra mætti í 80 ára afmælið og hélt þar ávarp. Hér er hún með Siggu á Grund, ásamt Huldu sveitarstjóri og Árna oddvita, auk Helenu Ingu frá Utanríkisráðuneytinu.Aðsend

Fjölmenni mætti í afmælisveisluna í gærkvöldi til að fagna 80 ára afmæli Siggu á Grund.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigga á Grund hefur skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×