Fékk að heyra að konur ættu ekki heima á sjó Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. júní 2024 07:02 Heiður hóf fyrst störf á línuskipum þegar hún byrjaði að læra vélstjórn tuttugu og eins árs gömul. Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er þrítugur vélstjóri á varðskipinu Þór en samhliða starfi sínu stundar hún nám í skipstjórn af kappi. Heiður rekur áhuga sinn á vélum niður að blautu barnsbeini og segir starfið á sjó vera gefandi þar sem það býður upp á marga möguleika. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní á hverju ári, nema þá ef hvítasunnu ber upp á þann dag og er hann þá næsti sunnudag þar á eftir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vélum og vélbúnaði og hvernig hlutir virka en ég vissi ekki alveg hvað það væri sem væri hægt að gera út frá því. Um leið og ég fór að fara út á sjó þá fann ég að þetta var það sem ég átti að vera að gera,“ segir Heiður. Heiður hóf fyrst störf á línuskipum þegar hún byrjaði að læra vélstjórn tuttugu og eins árs gömul. Fyrir þann tíma hafði hún ekki ímyndað sér að lífið myndi taka þá stefnu að nokkrum árum síðar væri hún í fullu starfi úti á sjó. Heiður er þó ánægð með valið og segir námið og starfið vera fjölbreytt, sem er einmitt það sem hrífur hana mest við vélstjórnina. Viðhorfið til kvenna breyst til hins betra „Ég elska að prófa nýja hluti, mér finnst það alveg rosalega skemmtilegt og það er einmitt eitt af því sem er kostur við gæsluna – það er alltaf eitthvað hægt að bæta við sig, prófa eitthvað nýtt og mikið af möguleikum í boði.“ Margt hefur breyst frá því að Heiður hóf störf sín á línuskipi úti á sjó. Í þá daga var ekkert síma- né netsamband, túrarnir vörðu í eina viku og enginn var með sér klefa. Heiður nýtur sín vel í starfi og hvetur konur að sækja um störf á sjó. „Ég hafði aldrei heyrt af þessu námi eða starfi áður en ég fór að læra þetta og vinna við þetta. Um leið og ég fór á sjó þá fann ég að þetta væri það sem ég ætti að vera að gera,“ segir Heiður. Að sögn Heiðar hefur viðhorfið til hennar, sem kona á sjó breyst til hins betra: „Þegar ég byrjaði fyrst að sigla fékk ég alveg að heyra það að konur ættu ekki heima úti á sjó. En það var alveg fljótt að breytast. Maður finnur að sumir eru ekki alveg tilbúnir að taka því en síðan breytist það bara.“ Varðskipið Þór. Enginn dagur eins Dagur í lífi vélstjóra er aldrei eins en meðal þeirra verkefna sem Heiður fæst við er rafmagnsvinna, almennt viðhald, smíðavinna ásamt því að sjá um að öllum vélbúnaði sé sinnt eins og skylt er. „Við smíðum líka alls konar hluti sem vantar, ef það kemur bilun eða hvað sem er þá er bara hringt í okkur. Vélstjórn er rosalega fjölbreytt og það er það sem ég elska við starfið,“ segir Heiður. Þegar Heiður hóf störf hjá Landhelgisgæslunni ætlaði hún að prófa einn túr en hefur nú verið þar að störfum í rúmlega þrjú ár. Eftir vakt fer Heiður yfirleitt í ræktina og stundar nám en áhöfninni er einnig boðið upp á alls konar kennslu, námskeið, bíókvöld og aðrar skemmtilegar uppákomur. Ef meðlimur í áhöfninni á afmæli er kaka með kaffinu og sungið hástöfum fyrir afmælisbarnið. Um borð í Þór er góð vinnuaðstaða með stóru suðuverkstæði, ásamt góðu verkstæði með stórum rennibekk og mikið af verkfærum, þar sem hægt er að smíða og gera við þá hluti sem koma upp hverju sinni. Hver túr er þrjár vikur og fær áhöfnin þrjár vikur í frí á móti. Heiður nýtir tímann vel og stundar námið af kappi og fer erlendis. „Þetta er miklu skemmtilegra en maður heldur. Eini gallinn er að maður missir stundum af fjölskylduafmælum,“ segir Heiður. Ótrúlega gefandi að vinna á sjó Á sunnudögum eru hátíðisdagar þar sem stýrimenn og hásetar sitja prúðbúnir í hvítri skyrtu og með bindi á vakt og aðrir skipsmenn mæta eins til fara í kvöldmat og segir Heiður þetta vera eina stærstu hefðina sem hefur haldist, umhverfið á sjó breytist hægt og haldið sé í gamlar hefðir. Sunnudagar eru einnig frídagar og nýtir Heiður oft dagana í að smíða, læra eða fara í ræktina. Aðra daga er gætt vel að því að skipsmenn séu í réttum einkennisklæðnaði svo auðvelt sé að sjá hvaða starfi þeir gegna um borð og fylgir það sömu reglum og í öðrum herskipum sem Þór og Freyja vinnur náið með. Rætt var við Heiði í tilefni af Sjómannadeginum með 66 Norður. Á hennar yngri árum var Heiður send í sveit þar sem hún lýsir því að áhuginn á vélum og vélbúnaði hafi kviknað og segir skemmtilega frá því hvernig amma hennar kenndi henni að standa með sjálfri sér: „Mín stærsta fyrirmynd er amma mín. Hún vann sem bóndi og kennari og ég var rosalega mikið hjá henni sem krakki. Hún er svona manneskja sem lætur engan stoppa sig og gerir bara nákvæmlega það sem hún vill gera.“ Lífið á sjónum fer Heiði vel. Hún sér fyrir sér að hún verði enn þá á sjó eftir 10 ár, búin með stýrimanninn og veltir fyrir sér hvort hún verði á vélinni eða uppi í brúnni, en er samt opin fyrir öllum þeim tækifærum sem geta boðist henni. „Það að vinna á sjó er ótrúlega gefandi. Mér líður rosalega vel að vera um borð. Það er alltaf eitthvað fólk og maður eignast góða vini. Besta tilfinning við þetta er að fara út á dekk og horfa í kringum sig og það er ekkert nema sjór, þar finn ég svo mikið frelsi,“ segir Heiður. Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní á hverju ári, nema þá ef hvítasunnu ber upp á þann dag og er hann þá næsti sunnudag þar á eftir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vélum og vélbúnaði og hvernig hlutir virka en ég vissi ekki alveg hvað það væri sem væri hægt að gera út frá því. Um leið og ég fór að fara út á sjó þá fann ég að þetta var það sem ég átti að vera að gera,“ segir Heiður. Heiður hóf fyrst störf á línuskipum þegar hún byrjaði að læra vélstjórn tuttugu og eins árs gömul. Fyrir þann tíma hafði hún ekki ímyndað sér að lífið myndi taka þá stefnu að nokkrum árum síðar væri hún í fullu starfi úti á sjó. Heiður er þó ánægð með valið og segir námið og starfið vera fjölbreytt, sem er einmitt það sem hrífur hana mest við vélstjórnina. Viðhorfið til kvenna breyst til hins betra „Ég elska að prófa nýja hluti, mér finnst það alveg rosalega skemmtilegt og það er einmitt eitt af því sem er kostur við gæsluna – það er alltaf eitthvað hægt að bæta við sig, prófa eitthvað nýtt og mikið af möguleikum í boði.“ Margt hefur breyst frá því að Heiður hóf störf sín á línuskipi úti á sjó. Í þá daga var ekkert síma- né netsamband, túrarnir vörðu í eina viku og enginn var með sér klefa. Heiður nýtur sín vel í starfi og hvetur konur að sækja um störf á sjó. „Ég hafði aldrei heyrt af þessu námi eða starfi áður en ég fór að læra þetta og vinna við þetta. Um leið og ég fór á sjó þá fann ég að þetta væri það sem ég ætti að vera að gera,“ segir Heiður. Að sögn Heiðar hefur viðhorfið til hennar, sem kona á sjó breyst til hins betra: „Þegar ég byrjaði fyrst að sigla fékk ég alveg að heyra það að konur ættu ekki heima úti á sjó. En það var alveg fljótt að breytast. Maður finnur að sumir eru ekki alveg tilbúnir að taka því en síðan breytist það bara.“ Varðskipið Þór. Enginn dagur eins Dagur í lífi vélstjóra er aldrei eins en meðal þeirra verkefna sem Heiður fæst við er rafmagnsvinna, almennt viðhald, smíðavinna ásamt því að sjá um að öllum vélbúnaði sé sinnt eins og skylt er. „Við smíðum líka alls konar hluti sem vantar, ef það kemur bilun eða hvað sem er þá er bara hringt í okkur. Vélstjórn er rosalega fjölbreytt og það er það sem ég elska við starfið,“ segir Heiður. Þegar Heiður hóf störf hjá Landhelgisgæslunni ætlaði hún að prófa einn túr en hefur nú verið þar að störfum í rúmlega þrjú ár. Eftir vakt fer Heiður yfirleitt í ræktina og stundar nám en áhöfninni er einnig boðið upp á alls konar kennslu, námskeið, bíókvöld og aðrar skemmtilegar uppákomur. Ef meðlimur í áhöfninni á afmæli er kaka með kaffinu og sungið hástöfum fyrir afmælisbarnið. Um borð í Þór er góð vinnuaðstaða með stóru suðuverkstæði, ásamt góðu verkstæði með stórum rennibekk og mikið af verkfærum, þar sem hægt er að smíða og gera við þá hluti sem koma upp hverju sinni. Hver túr er þrjár vikur og fær áhöfnin þrjár vikur í frí á móti. Heiður nýtir tímann vel og stundar námið af kappi og fer erlendis. „Þetta er miklu skemmtilegra en maður heldur. Eini gallinn er að maður missir stundum af fjölskylduafmælum,“ segir Heiður. Ótrúlega gefandi að vinna á sjó Á sunnudögum eru hátíðisdagar þar sem stýrimenn og hásetar sitja prúðbúnir í hvítri skyrtu og með bindi á vakt og aðrir skipsmenn mæta eins til fara í kvöldmat og segir Heiður þetta vera eina stærstu hefðina sem hefur haldist, umhverfið á sjó breytist hægt og haldið sé í gamlar hefðir. Sunnudagar eru einnig frídagar og nýtir Heiður oft dagana í að smíða, læra eða fara í ræktina. Aðra daga er gætt vel að því að skipsmenn séu í réttum einkennisklæðnaði svo auðvelt sé að sjá hvaða starfi þeir gegna um borð og fylgir það sömu reglum og í öðrum herskipum sem Þór og Freyja vinnur náið með. Rætt var við Heiði í tilefni af Sjómannadeginum með 66 Norður. Á hennar yngri árum var Heiður send í sveit þar sem hún lýsir því að áhuginn á vélum og vélbúnaði hafi kviknað og segir skemmtilega frá því hvernig amma hennar kenndi henni að standa með sjálfri sér: „Mín stærsta fyrirmynd er amma mín. Hún vann sem bóndi og kennari og ég var rosalega mikið hjá henni sem krakki. Hún er svona manneskja sem lætur engan stoppa sig og gerir bara nákvæmlega það sem hún vill gera.“ Lífið á sjónum fer Heiði vel. Hún sér fyrir sér að hún verði enn þá á sjó eftir 10 ár, búin með stýrimanninn og veltir fyrir sér hvort hún verði á vélinni eða uppi í brúnni, en er samt opin fyrir öllum þeim tækifærum sem geta boðist henni. „Það að vinna á sjó er ótrúlega gefandi. Mér líður rosalega vel að vera um borð. Það er alltaf eitthvað fólk og maður eignast góða vini. Besta tilfinning við þetta er að fara út á dekk og horfa í kringum sig og það er ekkert nema sjór, þar finn ég svo mikið frelsi,“ segir Heiður.
Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira