„Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:01 Emma Hayes er nýr þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta en hún lét mynda sig í New York. Getty/USSF Emma Hayes er hætt þjálfun ensku meistaranna í Chelsea og er nú orðin landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Þetta er stórt sumar fyrir hana á fyrstu mánuðunum í nýju starfi þar sem Ólympíuleikarnir í París eru næstir á dagskrá. Hayes er mætt til Bandaríkjanna í fyrsta verkefnið með bandaríska landsliðinu. Þar þarf að taka til eftir hræðilegt gengi á síðasta heimsmeistaramóti þar sem bandaríska liðið var mjög sigurstranglegt en datt út strax í sextán liða úrslitum. Hún gerði Chelsea að stórveldi í kvennafótboltanum og vann ensku deildina sjö sinnum. Nú er að sjá hvort þessi frábæri þjálfari geti lagað hlutina hjá þeim bandarísku. Hayes veitti breska ríkisútvarpinu viðtal á dögunum þar sem hún fór betur yfir þessa U-beygju sína að hætta sem félagsþjálfari og taka við einu besta landsliði heims. Blaðamaðurinn veitti því athygli að Emma virkaði afslöppuð og meira en tilbúin í þessa nýju áskorun. „Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á,“ sagði Emma Hayes. Tilboðið kom henni samt á óvart. Sat við eldhúsborðið „Ég sat við eldhúsborðið, Harry sonur minn var að hlaupa um húsið og ein af bestu vinkonum mínum frá Bandaríkjunum, Lisa Cole, var í heimsókn. Ég þjálfaði hana í 25 ár og þarna sat hún á sófanum mínum,“ sagði Hayes. „Síminn víbraði með skilaboðum frá umboðsmanninum mínum. Þar kom fram að bandaríska knattspyrnusambandið vildi bjóða mér landsliðsþjálfarastarfið. Ég horfði á Lisu og sagði: Þú trúir því ekki hvaða skilaboð ég var fá,“ sagði Hayes. „Hún hoppaði upp úr stólnum og sagði strax að ég væri sú sem gæti breytt hlutunum,“ sagði Hayes. Emma Hayes vann fjölda bikara sem knattspyrnustýra Chelsea.Getty/Harriet Lander Langaði í þetta meira en nokkuð annað „Ég þurfti nokkra daga til að átta mig á þessu, það er á hreinu. Það tók smá tíma og kannski er ég ekki búin að átta mig alveg á þessu fyrr en núna þegar ég er byrjuð í þessu starfi. Ég fæ að sinna starfinu sem mig langaði í meira en nokkuð annað,“ sagði Hayes. Bandaríska landsliðið er samt ekki í sömu yfirburðastöðu og hér fyrir nokkrum árum og liðið er að ganga í gegnum risastór kynslóðaskipti. „Mér er alveg sama hvað allir aðrir segja. Fyrir mér þá er þetta eins og brasilíska karlalandsliðið. Hvað þetta lið stendur í sögunni, fyrir hverju þær hafa barist og hverju þær hafa áorkað. Þær hafa farið fyrir knattspyrnukonum, ekki bara í þessu landi, heldur út um allan heim,“ sagði Hayes. „Það passar vel að ég sé með þeim og öfugt. Ég held að við séum að koma saman á réttum tíma,“ sagði Hayes. Emma Hayes er mætt í vinnuna sem þjálfari bandaríska landsliðsins.Getty/Brad Smith Dottnar niður í fjórða sætið Bandaríska landsliðið er dottið alla leið niður í fjórða sætið á heimslistanum. „Ég er ekki að horfa á styrkleikalistann. Það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Vegna þess að það er ekki Þjóðadeild hér þá gæti orðið erfitt fyrir bandaríska liðið að komast aftur á toppinn. Ég ætla að einbeita mér að byggja eitthvað upp að nýju. Búa til traust og búa til góð sambönd. Það er í forgangi hjá mér,“ sagði Hayes. Það er samt pressa á árangur hjá bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. „Við vitum öll að þessi þjóð býst við því að vinna. Það er samt mikilvægt að allir einbeiti sér að ferlinu og skrefunum sem við verðum að taka til að komast þangað. Það tekur tíma,“ sagði Hayes. Draumur „Það er draumur að rætast fyrir mig að fara á Ólympíuleikana. Ég þarf að klípa sjálfa mig yfir þeirri staðreynd að ég sé að fara með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París. Það fer svo mikill tími að hugsa um verðlaunapeninga en fyrir mig er þetta svo miklu meira,“ sagði Hayes. „Það eru forréttindi fyrir mig og fara fyrir frábæru fótboltaliði. Þar er ég strax komin með gullið. En ef ég næ að vinna verðlaunapening í sumar þá verður þetta ótrúlega skemmtilegt sumar,“ sagði Hayes. Það má lesa allt viðtalið hér. Bandaríski fótboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira
Hayes er mætt til Bandaríkjanna í fyrsta verkefnið með bandaríska landsliðinu. Þar þarf að taka til eftir hræðilegt gengi á síðasta heimsmeistaramóti þar sem bandaríska liðið var mjög sigurstranglegt en datt út strax í sextán liða úrslitum. Hún gerði Chelsea að stórveldi í kvennafótboltanum og vann ensku deildina sjö sinnum. Nú er að sjá hvort þessi frábæri þjálfari geti lagað hlutina hjá þeim bandarísku. Hayes veitti breska ríkisútvarpinu viðtal á dögunum þar sem hún fór betur yfir þessa U-beygju sína að hætta sem félagsþjálfari og taka við einu besta landsliði heims. Blaðamaðurinn veitti því athygli að Emma virkaði afslöppuð og meira en tilbúin í þessa nýju áskorun. „Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á,“ sagði Emma Hayes. Tilboðið kom henni samt á óvart. Sat við eldhúsborðið „Ég sat við eldhúsborðið, Harry sonur minn var að hlaupa um húsið og ein af bestu vinkonum mínum frá Bandaríkjunum, Lisa Cole, var í heimsókn. Ég þjálfaði hana í 25 ár og þarna sat hún á sófanum mínum,“ sagði Hayes. „Síminn víbraði með skilaboðum frá umboðsmanninum mínum. Þar kom fram að bandaríska knattspyrnusambandið vildi bjóða mér landsliðsþjálfarastarfið. Ég horfði á Lisu og sagði: Þú trúir því ekki hvaða skilaboð ég var fá,“ sagði Hayes. „Hún hoppaði upp úr stólnum og sagði strax að ég væri sú sem gæti breytt hlutunum,“ sagði Hayes. Emma Hayes vann fjölda bikara sem knattspyrnustýra Chelsea.Getty/Harriet Lander Langaði í þetta meira en nokkuð annað „Ég þurfti nokkra daga til að átta mig á þessu, það er á hreinu. Það tók smá tíma og kannski er ég ekki búin að átta mig alveg á þessu fyrr en núna þegar ég er byrjuð í þessu starfi. Ég fæ að sinna starfinu sem mig langaði í meira en nokkuð annað,“ sagði Hayes. Bandaríska landsliðið er samt ekki í sömu yfirburðastöðu og hér fyrir nokkrum árum og liðið er að ganga í gegnum risastór kynslóðaskipti. „Mér er alveg sama hvað allir aðrir segja. Fyrir mér þá er þetta eins og brasilíska karlalandsliðið. Hvað þetta lið stendur í sögunni, fyrir hverju þær hafa barist og hverju þær hafa áorkað. Þær hafa farið fyrir knattspyrnukonum, ekki bara í þessu landi, heldur út um allan heim,“ sagði Hayes. „Það passar vel að ég sé með þeim og öfugt. Ég held að við séum að koma saman á réttum tíma,“ sagði Hayes. Emma Hayes er mætt í vinnuna sem þjálfari bandaríska landsliðsins.Getty/Brad Smith Dottnar niður í fjórða sætið Bandaríska landsliðið er dottið alla leið niður í fjórða sætið á heimslistanum. „Ég er ekki að horfa á styrkleikalistann. Það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Vegna þess að það er ekki Þjóðadeild hér þá gæti orðið erfitt fyrir bandaríska liðið að komast aftur á toppinn. Ég ætla að einbeita mér að byggja eitthvað upp að nýju. Búa til traust og búa til góð sambönd. Það er í forgangi hjá mér,“ sagði Hayes. Það er samt pressa á árangur hjá bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. „Við vitum öll að þessi þjóð býst við því að vinna. Það er samt mikilvægt að allir einbeiti sér að ferlinu og skrefunum sem við verðum að taka til að komast þangað. Það tekur tíma,“ sagði Hayes. Draumur „Það er draumur að rætast fyrir mig að fara á Ólympíuleikana. Ég þarf að klípa sjálfa mig yfir þeirri staðreynd að ég sé að fara með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París. Það fer svo mikill tími að hugsa um verðlaunapeninga en fyrir mig er þetta svo miklu meira,“ sagði Hayes. „Það eru forréttindi fyrir mig og fara fyrir frábæru fótboltaliði. Þar er ég strax komin með gullið. En ef ég næ að vinna verðlaunapening í sumar þá verður þetta ótrúlega skemmtilegt sumar,“ sagði Hayes. Það má lesa allt viðtalið hér.
Bandaríski fótboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira