Valsmenn fyrstu kanalausu Íslandsmeistararnir í 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 09:30 Kristinn Pálsson kyssir Íslandsbikarinn en Írinn Taiwo Badmus fylgist með. Vísir/Anton Brink Ef það hefur verið hægt að ganga að einu vísu þá er það að bestu liðin í Subway deild karla eru með öflugan bandarískan leikmann í sínu liði. Ekki í ár. Það er þó þannig að nýkrýndir Íslandsmeistarar Vals misstu sinn bandaríska leikmann í krossbandsslit í febrúar. Þeir unnu því Íslandsmeistaratitilinn án þess að vera með bandarískan leikmann í liði sínu í öllum leikjum úrslitakeppninnar. Það þarf að fara mjög langt aftur til að finna síðustu kanalausu Íslandsmeistarana. Í raun þarf að fara langt inn á síðustu öld og nánar til getið 34 ár aftur í tímann til að finna síðustu Íslandsmeistarana sem tryggðu sér titilinn án þess að njóta aðstoðar frá leikmanni frá Norður-Ameríku. Það lið var KR liðið sem varð Íslandsmeistari voruð 1990 eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR-ingar voru vissulega með mjög öflugan leikmann í sínu liði en það var Sovétmaðurinn Anatolij Kovtun. Kovtun var þarna 29 ára gamall og búinn að vera tvisvar sinnum sovéskur meistari með bæði CSKA Mosck og Stroitel Kiev. Kovtun var með 16,9 stig, 11,0 fráköst og 2,81 stolinn bolta að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Hann spilaði þó bara í eitt tímabil með KR því hann slasaðist illa í bílslysi um sumarið og varð að hætta í körfubolta. Rondey Robinson hjálpaði Njarðvík að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið eftir og síðan hafa öll meistaralið verið með bandarískan leikmann þar til núna. KR-ingar komust reyndar nær þessu en aðrir vorið 2000. Keith Christophe Vassell var auðvitað frá Kanada en ekki frá Bandaríkjunum en það gilda sömu reglur um Bandaríkjamenn og Kanadamenn þegar kemur að erlendum leikmönnum. Báðir taka til sín þetta eina sæti sem íslensku liðin mega fylla með leikmönnum frá Norður-Ameríku. Vassell er hins vegar ekki Bandaríkjamaður og því eru 24 ár síðan að lið vann Íslandsmeistaratitil án Bandaríkjamanns. Valsmenn eru með þrjá erlenda leikmenn en allir eru þeir en evrópsk vegabréf. Taiwo Badmus er með írskt vegabréf, Antonio Monteiro er með portúgalskt og Justas Tamulis er frá Litháen. Valsmenn ætluðu auðvitað að vera með Bandaríkjamenn og margir höfðu áhyggjur af liðinu eftir að Joshua Jefferson meiddist. Meiðslin urðu eftir að félagskiptaglugganum lokaði og því gátu þeir ekki náð í annan Bandaríkjamann í staðinn. Valsliðinu tókst hins vegar að landa titlinum án hans og verða fyrstu Íslandsmeistararnir í meira en þrjá áratugi til að vinna án leikmanns frá Bandarikjunum eða Kanada. Íslandsmeistaratitilinn hefur aðeins unnist átta sinnum án leikmanns frá Norður-Ameríku í úrslitakeppni. Fyrst sex sinnum í röð frá 1984 til 1989 þegar Bandaríkjamenn voru bannaðir, þá árið1990 og svo nú árið 2024. Subway-deild karla Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Það er þó þannig að nýkrýndir Íslandsmeistarar Vals misstu sinn bandaríska leikmann í krossbandsslit í febrúar. Þeir unnu því Íslandsmeistaratitilinn án þess að vera með bandarískan leikmann í liði sínu í öllum leikjum úrslitakeppninnar. Það þarf að fara mjög langt aftur til að finna síðustu kanalausu Íslandsmeistarana. Í raun þarf að fara langt inn á síðustu öld og nánar til getið 34 ár aftur í tímann til að finna síðustu Íslandsmeistarana sem tryggðu sér titilinn án þess að njóta aðstoðar frá leikmanni frá Norður-Ameríku. Það lið var KR liðið sem varð Íslandsmeistari voruð 1990 eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR-ingar voru vissulega með mjög öflugan leikmann í sínu liði en það var Sovétmaðurinn Anatolij Kovtun. Kovtun var þarna 29 ára gamall og búinn að vera tvisvar sinnum sovéskur meistari með bæði CSKA Mosck og Stroitel Kiev. Kovtun var með 16,9 stig, 11,0 fráköst og 2,81 stolinn bolta að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Hann spilaði þó bara í eitt tímabil með KR því hann slasaðist illa í bílslysi um sumarið og varð að hætta í körfubolta. Rondey Robinson hjálpaði Njarðvík að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið eftir og síðan hafa öll meistaralið verið með bandarískan leikmann þar til núna. KR-ingar komust reyndar nær þessu en aðrir vorið 2000. Keith Christophe Vassell var auðvitað frá Kanada en ekki frá Bandaríkjunum en það gilda sömu reglur um Bandaríkjamenn og Kanadamenn þegar kemur að erlendum leikmönnum. Báðir taka til sín þetta eina sæti sem íslensku liðin mega fylla með leikmönnum frá Norður-Ameríku. Vassell er hins vegar ekki Bandaríkjamaður og því eru 24 ár síðan að lið vann Íslandsmeistaratitil án Bandaríkjamanns. Valsmenn eru með þrjá erlenda leikmenn en allir eru þeir en evrópsk vegabréf. Taiwo Badmus er með írskt vegabréf, Antonio Monteiro er með portúgalskt og Justas Tamulis er frá Litháen. Valsmenn ætluðu auðvitað að vera með Bandaríkjamenn og margir höfðu áhyggjur af liðinu eftir að Joshua Jefferson meiddist. Meiðslin urðu eftir að félagskiptaglugganum lokaði og því gátu þeir ekki náð í annan Bandaríkjamann í staðinn. Valsliðinu tókst hins vegar að landa titlinum án hans og verða fyrstu Íslandsmeistararnir í meira en þrjá áratugi til að vinna án leikmanns frá Bandarikjunum eða Kanada. Íslandsmeistaratitilinn hefur aðeins unnist átta sinnum án leikmanns frá Norður-Ameríku í úrslitakeppni. Fyrst sex sinnum í röð frá 1984 til 1989 þegar Bandaríkjamenn voru bannaðir, þá árið1990 og svo nú árið 2024.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira