„Förum ekki að vorkenna okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:52 Stjarnan hefur aldrei fengið á sig jafn mörg mörk í einum leik síðan Jökull Elísarbetarson tók við liðinu og gegn Val í kvöld. vísir/diego Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag. „Tilfinningin er allt í lagi. Þetta var bara ekki okkar leikur. Við vorum algjörlega off. Þeir voru klárir og lögðu leikinn vel upp. Gerðu hlutina vel. Þegar þeir eru on er erfitt að eiga off dag.“ sagði Jökull og bætti við: „Átta mig ekki á því hvort lokastaðan gefi rétta mynd af leiknum. Þeir fengu fullt af færum og þetta voru góð færi sem þeir fengu. Þeir voru ekki að skora úr skotum langt fyrir utan teig. Þangað til þeir skora fyrsta markið fannst mér við vera að komast í góðar stöður. Þetta var erfitt eftir að við komumst undir. Það var óþarfi að hleypa þeim í þessi færi. Vorum full opnir.“ Varnarleikur Stjörnunnar var heilt yfir slakur og gáfu þeir ítrekað færi á sér. Hvað velur þessu: „Á eftir að skoða þetta betur. Veit ekki hvað við rýnum í þennan leik. Fáum tvo daga til að undirbúa okkur undir næsta leik. Auðvitað er engin tími til að vorkenna sér, sem betur fer. Við höldum áfram og mætum sterkari í næsta leik.“ Stjarnan gerði fjórfalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks, eitthvað sem sést ekki oft. Jökull sagði að hann hefði metið það það eina í stöðunni. „Mér fannst vanta orku og einhverjir leikmenn orðnir tæpir. Þetta voru gæjar sem áttu skilið að spila og komu flottir inn.“ Hvaða skilaboð hefur Jökull til sinna leikmann eftir svona stórt tap? „Höldum áfram, stöndum saman og förum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Undirbúum okkur vel yrir næst leik. Engar áhyggjur af þessu. Auðvitað er þetta frekar vont tap, við lögum það og höldum áfram,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Tilfinningin er allt í lagi. Þetta var bara ekki okkar leikur. Við vorum algjörlega off. Þeir voru klárir og lögðu leikinn vel upp. Gerðu hlutina vel. Þegar þeir eru on er erfitt að eiga off dag.“ sagði Jökull og bætti við: „Átta mig ekki á því hvort lokastaðan gefi rétta mynd af leiknum. Þeir fengu fullt af færum og þetta voru góð færi sem þeir fengu. Þeir voru ekki að skora úr skotum langt fyrir utan teig. Þangað til þeir skora fyrsta markið fannst mér við vera að komast í góðar stöður. Þetta var erfitt eftir að við komumst undir. Það var óþarfi að hleypa þeim í þessi færi. Vorum full opnir.“ Varnarleikur Stjörnunnar var heilt yfir slakur og gáfu þeir ítrekað færi á sér. Hvað velur þessu: „Á eftir að skoða þetta betur. Veit ekki hvað við rýnum í þennan leik. Fáum tvo daga til að undirbúa okkur undir næsta leik. Auðvitað er engin tími til að vorkenna sér, sem betur fer. Við höldum áfram og mætum sterkari í næsta leik.“ Stjarnan gerði fjórfalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks, eitthvað sem sést ekki oft. Jökull sagði að hann hefði metið það það eina í stöðunni. „Mér fannst vanta orku og einhverjir leikmenn orðnir tæpir. Þetta voru gæjar sem áttu skilið að spila og komu flottir inn.“ Hvaða skilaboð hefur Jökull til sinna leikmann eftir svona stórt tap? „Höldum áfram, stöndum saman og förum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Undirbúum okkur vel yrir næst leik. Engar áhyggjur af þessu. Auðvitað er þetta frekar vont tap, við lögum það og höldum áfram,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37