Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 18:21 Sánchez forsætisráðherra stendur og klappar ásamt Maríu Jesús Montero, fjármálaráðherra, þegar lögin voru samþykkt í neðri deild spænska þingsins í dag. Við hlið þeirra situr Yolanda Díaz, atvinnuráðherra og leiðtogi vinstriflokksins Sameiningarhreyfingarinnar. AP/Bernat Armangue Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54