„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2024 17:01 Ljóst er að varnargarðar við Grindavík hafa bjargað því að byggðin færi undir hraun. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira