„Svolítið eins og að standa nakinn inni í vita“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:00 Listamaðurinn Villi Jóns, til vinstri, var að opna sýningu í Akranesvita. Með honum er Barði Jóhannsson. Aðsend „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu,“ segir listamaðurinn Villi Jóns. Villi sérhæfir sig í myndlist og sjónlist en hann stendur fyrir sýningunni Tvídrangar sem staðsett er á annarri og þriðju hæð Akranesvitans. Það var mikil stemning í opnunarhófinu þar sem Elín Ey, Íris Tanja og Eyþór Ingi stigu meðal annars á stokk. „Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Þar sem blýants- og kolateikningar öðlast stærra rými í gegnum teikniforrit og stafræna miðla. Hvert einasta verk klýfur tvo dranga, annan áþreifanlegan og handunnin og hinn sem er stafrænn og unninn í listaskýi mest með rafblýant. Viðfangsefnin eru öll tvískinnungur með neikvæðum hliðum en á sama tíma sjúklega jákvæðum,“ segir í fréttatilkynningu. Prómó myndin fyrir sýninguna.Villi Jóns Villi segir að opnunin hafi heppnast mjög vel. „Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu og þetta voru öll verk sem voru hjartanu næst, þannig að þetta var svolítið eins og að standa nakinn inni í vita,“ segir Villi hlæjandi og bætir við: „Elín Ey og Íris Tanja opnuðu sýninguna með ljúfri tónlist sem heillaði viðstadda upp úr skónum. Eyþór Ingi tók við og spilaði lögin With You og Dalinn en ég gerði einmitt kóverið og myndbandið við With you.“ Villi var einmitt í tónlist mest af, meðal annars í jaðarhljómsveitunum Worm is Green og Musik Zoo og hefur sömuleiðis samið rafræna tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar undir alls konar nöfnum. Nú hefur myndlistin tekið við. „Eyþór Ingi frumsýndi síðan myndband við lagið Leiðin heim en myndbandið er í raun Villi að teikna myndina við lagið. Um hundrað manns mættu á opnun í vitann sem var stútfullur af Þristum og stjörnurúllumm, dálæti listamannsins sem er með súkkulaðifíkn á lokastigi. Þetta er sölusýning með eftirprentum líka og sérstökum eintökum af Bananas. Villi kemur til með að heimsækja vitann og teikna í honum hér og þar fram að sýningarlokum en sýningin stendur fram í miðjan júní“ segir sömuleiðis í fréttatilkynningu. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Villi að hengja upp.Aðsend Sýningin kemur mjög skemmtilega út í vitanum.Aðsend Eyþór Ingi var í góðum gír.Aðsend Listræna parið Íris Tanja og Elín Ey tóku lagið.Aðsend Það var margt um manninn á opnuninni.Aðsend Gestir fengu að sjá videoverk og tónlistarmyndbönd.Aðsend Listunnendur á öllum aldri mættu.Aðsend Það var mikil listræn gleði í loftinu.Aðsend Rætt um listina.Aðsend Sýningarrýmið.Aðsend
Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira